STAFRÆNN HÁKON SENDIR FRÁ SÉR MYNDBAND VIÐ LAGIÐ „FRIGID/BAG“

0

stafrænn hákon

Hljómsveitin Stafrænn Hákon hefur verið starfandi frá árinu 1999, en það er Ólafur Josephsson sem er maðurinn á bakvið tjöldin. Alls hafa komið út átta breiðskífur og fjölmargar smáskífur sem þykir ansi afkastamikið. Óli er ekki einn síns liðs en fjölmargir flottir listamenn ljá honum krafta sína.

stafrænn hákon 2

Stafrænn Hákon var að senda frá sér virkilega flott myndband við lagið „Frigid/Bag“ en allt myndbandið er skotið á 500 rammar á sekúndu og er hver taka ekki lengri en tvær sekúndur. Hjörleifur Jónsson leikstýrir og tekur upp myndbandið og er útkoman vægast sagt glæsileg!

Sveitin er að senda frá sér sína níundu breiðskífu þann 18. Mars næstkomandi og ber hún nafnið Eternal Horse. En hægt er að forpanta gripinn hér.

FYLGIST MEÐ STAFRÆNN HÁKON Á:

www.shakon.com

www.bandcamp.com

www.spotify.com

Comments are closed.