STAFRÆNN HÁKON SENDIR FRÁ SÉR BREIÐSKÍFUNA ETERNAL HORSE

0

hak 3

Eternal Horse er níunda breiðskífa sveimrokkssveitarinnar Stafrænn Hákon. Á þessari níu laga plötu skiptir hljómsveitin um gír og kannar kunnuglegar slóðir sem greina mátti á plötunni þeirra Sanitas frá árinu 2010. Síðustu tvær plötur sveitarinnar voru vissulega skref í sitthvora áttina þar sem tvær ólíkar stefnur voru kannaðar.
Á Eternal Horse má heyra sjö sungin poppskotin ásamt tveimur instrumental lögum. Platan sækir í hljóðheim sem er hljómsveitinni vel kunnugur af fyrri verkum, þar sem flæðandi og bjagaðir gítarveggir eru í fyrirrúmi ásamt fallegum akústískum útfærslum ásamt melódískum söng.

hak 2

Magnús Freyr Gíslason er sem fyrr í fyrirrúmi með sína silkimjúku rödd og hinn hollenski Minco Eggersman ljáir sína djúpu rödd í þrjú lög.
Í upphafslagi plötunnar „Bræla” má greina þungan undirtón skreyttan með fallegum söng Magnúsar. Í laginu „Frigid/Bag“ má heyra hljómsveitina kanna hljóðheim sem var helst áberandi á plötunni „Ventill/Poki“ frá árinu 2004. Ferðalagið heldur áfram í gegnum plötuna þar sem poppið er kannað ásamt hnausþykkum rokkstefum í laginu „Rene Russo.“
Eternal Horse er fyrsta plata Stafræns Hákons þar sem hljómsveitin sér um allan hljóðfæraleik og því eiginlega fyrsta “hljómsveitarplata” sveitarinnar. Sveitin er nú skipuð Ólafi Erni Josephssyni gítarleikara, Lárus Sigurðssyni gítarleikara, Árna Þór Árnasyni bassaleikara, Róberti Má Runólfssyni trommuleikara og Magnúsi Frey Gíslasyni söngvara. Einnig leggur Samuel White til á plötunni sem fyrr í tveimur lögum, en hann hefur verið Stafrænum innan handar frá því á annari plötu sveitarinnar „Í Ástandi Rjúpunnar.

Platan var tekin upp í Vogor Studios 2011-2015. Framleitt af Ólafi Erni Josephssyni. Hljóðjafnað af Daniel Lovegrove. Hljóðjafnað af Finni Hákonarsyni. Plötuumslag og listaverk var hannað af Árna Þór Árnasyni. Það er Ameríska útgáfan Darla Records sem gefur plötuna út og dreifir

Comments are closed.