STÆRSTA OG FLOTTASTA KOSNINGAVAKA LANDSINS FER FRAM Í VALSHEIMILINU

0

Vakan er stærsta kosningarvaka landsins en hún fer fram í Valsheimilinu á laugardaginn 29. Október. Vakan eru óháð félagasamtök sem hefur það eitt að markmiði, að fá ungt fólk til að kjósa! Frítt er á tónleikana og hefjast þeir stundvíslega kl 20:00 og er aldurstakmark 18 ára! Svo er ekkert annað í stöðunni en að mæta á kjörstað og kjósa!

Albumm.is náði tali af Natalie Gunnarsdóttur eða Dj Yamaho en hún kemur fram á Vökunni á laugardaginn. Dagskráin er sko alls ekki af verri endanum en hana má sjá nánar hér.


Hvað er vakan og finnst þér mikilvægt að ungt fólk kjósi?  

Vakan eru óháð félagasamtök sem hefur það eitt að markmiði og það er að fá ungt fólk til að kjósa. Já okkur finnst mjög mikilvægt að ungt fólk taki þátt í að móta sína framtíð og komi því á kjörstað og kjósi.

Hvað heldur þú að ungt fólk kjósi og hvernig breytingar mundir þú vilja sjá á Íslandi?  

Ungt fólk kýs bara eftir sinni sannfæringu. Ungt fólk er að glíma við önnur vandamál heldur en eldra fólkið og því skiptir máli að það verði hlustað á þennan hóp samfélagsins. Ég myndi vilja sjá almennilegt lýðræði haft í hávegi á Íslandi þar sem allir hafa rödd.

Heldur þú að risaeðlurnar séu smeykar við að ungt fólk sé að kjósa í auknum mæli?

Ég virkilega vona ekki. Það á að vera jákvætt þegar allir koma til kjörborðs ekki bara einn hópur.

Þetta eru ekkert smá tónleikar, Þú (Dj Yamaho), Aron Can, Reykjavíkurdætur, Sturla Atlas og JóiPé og Króli eru meðal þeirra sem koma fram. Við hverju má fólk búast á tónleikunum?

Já, það er alveg rétt hjá þér, þetta line-up er algert dúndur og ég er mjög stolt að taka þátt í því. Fólk má búast við massa rassa mega sega stuði. Þetta ball verður legendery!

Nú var bannað að taka af sér sjálfsmynd á kjörstað, hvernig er fyrirkomulaginu háttað og hvernig kemst fólk á tónleikana!

Jú mikið rétt það fór víst svo, en við hvetjum fólk engu að síður til að mæta á kjörstað og taka sjálfu engu að síður og deila með okkur á samfélagsmiðlum til að sýna stuðning og sýnileika. Annars er ókeypis inn og allir sem eru átján ára og eldir velkomnir.

Eitthvað að lokum?

Hlakka til að sjá sem flesta í stuði á laugardaginn!

Vakan.is

Skrifaðu ummæli