STÆRSTA HIP-HOP SPRENGJA ÍSLANDSSÖGUNNAR

0

52 nýjir tónlistarmenn hafa bæst við þá tónlistarflóru sem mun taka yfir Laugardalinn 16.-18. júní næstkomandi á Secret Solstice-tónlistarhátíðinni. Bætast þessi nýju atriði við þau sem áður hafa verið tilkynnt en má þar nefna rokkhljómsveitina Foo Fighters, The Prodigy, Richard Ascroft, Dubfire og fleiri.

Nýjasta tilkynningin hefur svo sannarlega hip-hop tónlistarstefnuna sem þungamiðju en staðfestir tónlistarmenn eru til dæmis Rick Ross, Big Sean, Young M.A og Roots Manuva.

Anderson Paak, sem nýlega var tilnefndur til tveggja Grammy-verðlauna kemur fram ásamt hljómsveit sinni The Free Nationals og mun einn meðlimur tónlistarhópsins Odd Future, Left Brain, einnig láta sjá sig. Gestir hátíðarinnar mega einnig eiga von á að berja internetstjörnuna Princess Nokia augum ásamt unga breska rapparanum Ocean Wisdom.

Anderson Paak.

Dans elskendur þurfa heldur ekki að hafa áhyggjur en í hóp raftónlistaratriða bætast Seth Troxler, The Black Madonna, Lane 8 og Cubicolor auk okkar eigin íslensku raftónlistarkónga í Kiasmos.

Meðal íslenskra atriða má meðal annars finna rokkarana af gamla skólanum í Vintage Caravan, rapparann Gísla Pálma og fleiri atriði á borð við Röggu Gröndal, Vaginaboys og Valby bræður.

Að lokum viljum við kynna með stolti drottningu fönksins sem selt hefur yfir 20 milljón plötur um allan heim og fært okkur slagarana “Ain’t Nobody” og “I’m Every Woman.” Hin eina sanna Chaka Khan mun stíga á svið á Secret Solstice 2017.

Miðar á hátíðina fást á secretsolstice.is en þar má einnig finna miða á hina einstöku hliðarviðburði Secret Solstice eru einnig fáanlegir á vefsíðu hátíðarinnar. Aðeins 180 miðar eru í boði í miðnætursbátapartíið á 14.900 krónur og aðeins 125 miðar eru í boði á Secret Solstice presents Into The Glacier á 49.900 krónur en á þeim viðburði fá hátíðargestir að dansa inn í Langjökli.

Öll atriði sem tilkynnt hafa verið hingað til fyrir Secret Solstice 2017 má finna hér að neðan.

FOO FIGHTERS

THE PRODIGY

RICK ROSS

BIG SEAN

CHAKA KHAN

SETH TROXLER

RICHARD ASHCROFT

RHYE

PHAROAHE MONCH

FOREIGN BEGGARS

KERRI CHANDLER

DUBFIRE

DUSKY

ANDERSON .PAAK & THE FREE NATIONALS

UNKNOWN MORTAL ORCHESTRA

ROOTS MANUVA

YOUNGR

HÖGNI

KIASMOS

GÍSLI PÁLMI

ÚLFUR ÚLFUR

SOUL CLAP

JOHN ACQUAVIVA

ARTWORK

WOLF + LAMB

THE BLACK MADONNA

AMABADAMA

EMMSJÉ GAUTI

THUGFUCKER

THE VINTAGE CARAVAN

GÍSLI PÁLMI

LANE 8

TANIA VULCANO

PRINCESS NOKIA

DROOG

YOTTO

CUBICOLOR

OCEAN WISDOM

NOVELIST

RAGGA GRÖNDAL

JAM BAXTER

SOFFÍA BJÖRG

DJ RD

LEFT BRAIN

DJ RD

LEFT BRAIN

KLOSE ONE

TINY

BENSOL

SHADES OF REYKJAVÍK

GKR

ARON CAN

DAVE

VAGINABOYS

RIX

TAY GRIN

GIBBS COLLECTIVE

DJ SAMMY B-SIDE

GLACIER MAFIA

LORD PUSSWHIP

KRYSKO & GREG LORD

KINDA SUPER DISCO

TAY GRIN

ALEXANDER JARL

FRÆBBBLARNIR

VALBY BRÆÐUR

VÉDÍS HERVÖR

HILDUR

KSF

HÄANA

ALVIA ISLANDIA

KRISTMUNDUR AXEL

HÄANA

BOOTLEGS

SXSXSX

FOX TRAIN

SAFARI

KILO

CAPTAIN SYRUP

MARTEINN

SKRATTAR

MOGESEN

MONGOOSE

ROB SHIELDS

AFK

SEINT

HOLY HRAFN

M E G E N

DJ BABY MAMA DRAMA

Skrifaðu ummæli