STAÐSETNING SJÁLFSINS OG EFNABREYTING Í LAMBAHJÖRTUM

0

Hljómsveitin Hatari hefur vakið verðskuldaða athygli að undanförnu en hún sendi á dögunum frá sér tvö tónlistarmyndbönd. Bæði myndböndin eru unnin út frá textainntaki laganna en „Ódýr“ snertir á staðsetningu sjálfsins í stafrænum heimi, bældum hvötum og stöðu mannsins í neyslusamfélaginu. Í „X“  er framkvæmd steríl skurðaðgerð til að ná fram efnabreytingum í lambahjörtum, sem fást í næstu matvöruverslun á 200 kr stykkið.

Hatari er ein framsæknasta sveit landsins en hún slóg rækilega í gegn á tónlistarhátíðinni Sónar sem fram fór í Hörpu nú á dögunum. Hér er á ferðinni einstaklega skemmtileg myndbönd en þau er einungis hægt að nálgast í gegnum heimasíðu sveitarinnar www.hatari.is

Skrifaðu ummæli