SPREY-OFF KEPPNI Í LUCKY RECORDS Í DAG MEÐ CEY ADAMS

0

sprey 3

Það hefur varla farið framhjá neinum að Cey Adams og Janette Beckman eru stödd hér á landi en sýning þeirra opnaði í gær í Gallerí Fold. Cey Adams hefur verið með puttana í nánast öllu sem viðkemur Def Jam Recordings og Janette Beckman er einn helsti Hip Hop og Punk ljósmyndari samtímans.
Í dag kl 16:00 verður heldur betur stuð í Lucky Records en þar verður svokallað Sprey-Off keppni. Sex graffar keppa sín á milli í að skreyta loftið í Lucky Records og að sjálfsögðu mun sjálfur Cey Adams taka þátt en allt er þetta gert í miklu bróðerni.

sprey 2

Þeir sem taka þátt eru: Cey Adams, Sindre Matthias, Þorsteinn Otti Jónsson, Diego Nieto Perales, Karl Kristján Davíðsson og Þorsteinn Davíðsson.
Plötusnúðurinn Javi Valino þeytir skífum og það má svo sannarlega búast við góðri stemmingu!

Það eru Byko og Slippfélagið sem styrkja þennan glæsilega viðburð og við hvetjum alla til að mæta!

Comments are closed.