Lucky Records hefur verið ein helsta plötubúð okkar Íslendinga um nokkurt skeið en þar eru einnig tíðir viðburðir eins og tónleikar og fleira. Það fór varla framhjá neinum að á dögunum komu til landsins ljósmyndarinn Janette Beckman og Graffiti listamaðurinn Cey Adams en saman héldu þau sýningu í Gallerí Fold.
Þeir sem hafa kíkt í Lucky Records hafa eflaust tekið eftir því að veggir búðarinnar eru skreittir að hluta til með Graffiti list og því tilvalið að halda svokallaða Sprey Off keppni en þar mættu nokkrir af helstu graffiti listamönnum landsins auk Cey Adams.
Hafsteinn Viðar Ársælsson mætti á svæðið og tók hann þessar ljósmyndir fyrir Albumm.is
Skoðanir