SPORTBÍLAR, RÚMFÖT OG NÍUNDI ÁRATUGURINN

0

hakk

Raunsæi og einlægni þeirra Hákons Bragasonar og Jóns Rafns vefst saman við áhuga þeirra á sportbílum, rúmfötum og 9. áratugnum. Þeir ganga undir nöfnunum Hakki Brakes & Johnny Blaze og gáfu þeir nýlega út sína fyrstu smáskífu sem ber nafnið Vroom1.

Platan inniheldur lögin Rúmfó, Feng Sví og Sportbíll og eru öll lögin og textarnir úr þeirra eigin bílskúr. Mix og mastering var í höndum Einars Stef.

Skrifaðu ummæli