Spólandi Mótorhjól og skylmingar – ClubDub með nýjan hittara!

0

Hljómsveitin ClubDub og Ra:tio voru að senda frá sér nýtt lag og myndband en það ber heitið „Eina Sem Ég Vil” en Aron Can kemur einnig fyrir í laginu! ClubDub gerði allt brjálað með laginu „Clubbed Up” en segja má að það hafi tröllriðið landanum að undanförnu!

„Eina Sem Ég Vil” lak á netið fyrir ekki svo löngu og hefur það verið í eyrum almennings í einhvern tíma, sem er bara hið besta mál því þetta er algjör “banger.” Myndbandið er mikil snilld en þar má sjá mótórhjól spóla og trylla ásamt sveitarmeðlimum ó góðum gír!  Álfheiður Marta leikstýrði myndbandinu!

Spotify

Skrifaðu ummæli