SPÓKAR SIG UM GÖTUR VESTURBÆJAR

0

Í dag frumsýnir Albumm.is glænýtt myndband við lagið „When It’s Been a While” með tónlistarmanninum Auður. Myndbandið er einkar glæsilegt en þar sést kappinn spókar sig um götur í Vesturbæ Reykjavíkur.

Auður hefur verið á blússandi siglingu að undanförnu og ekkert lát virðist vera á vinsældum hans! Albumm.is náði tali af kappanum og svaraði hann nokkrum skemmtilegum spurningum um myndbandið og framhaldið!

Er myndbandið búið að vera lengi í vinnslu og hver er hugmyndin á bakvið það?

Það var tekið upp í einni töku síðasta sumar. Hef legið á því síðan þá.

Finnst þér skemmtilegt að gera myndbönd og telur þú það mikilvægt sem tónlistarmaður?

Já ég fæ mikið kikk út úr því! Sérstaklega þegar ég leikstýri því sjálfur eins og hér.

Hvaðan færðu innblástur fyrir þína listsköpun og hverjir eru þínir helstu áhrifavaldar?

Innblásturinn fyrir myndbandinu kemur mikið frá bíómyndum eins og Birdman og Victoria. Ég er mjög hrifinn af löngum skotum.

Hvað ber sumarið í skauti sér og eitthvað að lokum?

Ég er að spila aðeins erlendis og fylgja plötunni minni eftir. Halda áfram að semja og vinna í nýju dóti.

 

Skrifaðu ummæli