SPÍTALI TÖFRAR FRAM FAGRA HÚSTÓNA

0

spitali

Halldór Ragnarsson og Sindri Már Sigfússon (Sin Fang) skipa dúóið Spítali en þeir voru að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem nefnist „Schaffhausen.“ Spítali mallar saman fagra hústónlist en kapparnir hyggja á að gefa út fjögurra laga smáskífu á næstunni.

Nafn lagsins er tekið af uppáhalds borg þeirra félaga í Sviss en þar dvöldu þeir um tíma og léku á alls oddi! Myndbandið er unnið af Mána M. Sigfússyni hjá Undir en lagið er hljóðblandað af meistara Friðfinni Oculus.

Comments are closed.