Í SPILUN Á NOKKRUM AF STÆRSTU ÚTVARPSSTÖÐVUM SPÁNAR

0

Tónlistarmaðurinn ORRI sendi nýverið frá sèr sitt fyrsta tónlistarmyndband við lagið „Sing My Song.“ en lagið hefur verið að gera það mjög gott á Spáni og er í spilun á nokkrum af stærstu útvarpsstöðvum þar í landi.

Lagið er af væntanlegri sóló plötu Orra sem tekin var upp af þeim feðgum Orra og Mána í Studio þeirra Perla Studios. Einar Vilberg sá svo um hljóðblöndun og masteringu í stúdíói sínu Hljóðverk.

„Sing My Song“ er væntanlegt í spilun hérlendis og jafnframt fer platan að detta í framleiðslu á næstu dögum og því er margt spennandi að gerast í herbúðum Orra.

Skrifaðu ummæli