SPILAGALDRAR SENDA FRÁ SÉR LAGIÐ SVEITASÆLA

0

spilagaldrar

Hljómsveitin Spilagaldrar eru komnir aftur á stjá eftir fimmtán ára fjarveru en bandið var stofnað fyrir sextán árum. Spilagaldrar er skipuð vel völdnum mönnum en það eru Sveppi (Sverrir Þór Sverrisson) Róbert Örn Hjálmtýsson og Steindór Ingi.

Kapparnir eru á fullu þessa dagana að vinna í plötu sem vonandi lítur dagsins ljós á næstunni. Það er mikil stemming í bandinu og menn eru í sama fíling og fyrir sextán árum.

Hljómsveitin var á dögunum að senda frá sér sitt þriðja smáskífulag en það nefnist Sveitasæla. Frábært lag hér á ferð og hlakkar okkur til að heyra meira frá þessari sveit!

Comments are closed.