SPILA MEÐ ROLLING STONES VÍÐSVEGAR UM EVRÓPU

0

Hljómsveitin Kaleo heldur áfram að toppa sig og heilla heiminn með tónlist sinni og framúrskarandi tónleikahaldi. Talandi um tónleikahald þá er sveitin að fara að spila á undan stærstu rokkhljómsveit heims sem er engin önnur en Rolling Stones! Tónleikarnir verða nú í haust og búist er við um 80 – 100.000 manns á hverja tónleika og segir Jökull að mikil tilhlökkun sé komin í mannskapinn!


Hvernig leggst í ykkur að spila á undan stærstu rokkhljómsveit allra tíma og er eitthvað stress komið í mannskapinn?

Það er að sjálfsögðu mjög skemmtilegt og tækifæri sem að ég gat ekki hafnað þrátt fyrir að við séum sjálfir með stíft prógramm í haust, með okkar eigin ‘Kaleo Express world Tour’ tónleikaferðalag. það er aðallega tilhlökkun myndi ég segja.

Eins og flestir vita þá voru þið með lag í sjónvarpsþáttunum Vinyl. Er einhver tenging á milli tónleikanna og þáttanna?

Ég veit að Mick var hrifinn og hann ýtti meðal annars á eftir því að fá að nota tónlist í ‘Vinyl’ þáttinn sem hann og Scorsese framleiddu á sínum tíma.

Eru þið miklir Rolling Stones aðdáendur og hefur sveitin haft einhver áhrif á tónlist Kaleo?

Ég held að við höldum allir uppá Stones enda varla annað hægt sem rokk unnandi.

Hvar fara tónleikarnir fram, hvenær eru þeir og hversu miklum fjölda er búist við á tónleikunum?

Við munum koma fram á nokkrum tónleikum með þeim í Evrópu í haust en megum því miður ekki gefa upp dagsetningar fyrir utan þá í Austurríki eins og er þangað til að Stones og promoter gera það formlega. Þetta eru að mig minnir á bilinu 80-100 þúsund manns á show og mér skilst að það sé nú þegar uppselt á marga af þessum tónleikum.

Hvað tekur við eftir tónleikana og eittvað að lokum?

Eins og segir að þá erum við að túra ‘Kaleo Express World Tour’ sem að byrja hér í LA í næstu viku og enda um miðjan desember í Grikklandi, svo að það er nóg framundan. Svo stefnum við á að hefja upptökur á nýju efni í byrjun næsta árs.

Skrifaðu ummæli