SÖRFARINN HEIÐAR LOGI ELÍASSON FER Á KOSTUM Í NÝRRI STIKLU THE ACCORD

0

ACCORD

Sörf á Íslandi fer sífellt stækkandi þó að margir tengi sportið við fallegar strendur og pálmatré. Ef þú ert sörfari á Íslandi þá tilheyrir þú minnihlutarhóp sem er reyndar afar svalt! Engin verslun er hér á landi sem selur sörf búnað og hér eru mun erfiðari aðstæður en annarstaðar í heiminum. Þrátt fyrir þetta er virkilega flott og sterk sörf sena á íslandi og er einn sá besti og harðasti Heiðar Logi Elíasson.

sörf 2

Heiðar hefur ferðast um víðan völl með sörfbrettið sér við hlið og rædað ófáar öldurnar í gegnum tíðina. The Accord er ný mynd sem hefur verið í vinnslu í dágóðan tíma, en um ræðir heljarinnar sörfmynd með Heiðari í fararbroddi. Myndin fjallar um sörf á íslandi og baráttu hans við norðan vindinn sem sörfarar kljást yfirleitt við.

sörf

The Accord verður frumsýnd á Telluride Mountainfilm Festival 27 – 30 Maí. Í gær kom út ansi magnaður trailer og óhætt er að segja að mikil eftirvænting ríkir eftir myndinni enda ein sú allra glæsilegasta sem sést hefur!

Það eru 66North og Tributaries Digital Cinema sem standa að myndinni.

http://theaccordfilm.com/

Comments are closed.