SÖRF Á ÍSLANDI VEKUR HEIMSATHYGLI

0

heidar-logi

Heiðar Logi er einn fremsti sörfkappi landsins og þó víðar væri leitað! Kappinn er afskaplega iðinn við að skella sér í sjóinn og ekki skiptir máli hvernig viðrar úti.

The Accord er sörf mynd sem kom út fyrr á þessu ári en þar er fylgst með Heiðari Loga og ævintýrum hanns. Norðan vindurinn kemur einnig við sögu en að vera sörfari á Íslandi er enginn dans á rósum, menn og konur þurfa að kljást við allskonar veður, sem er kannski sjarminn við þetta allt saman.

accord

The Accord vann á dögunum til verðlauna á einni stærstu kvikmyndahátíð Bretlands, Kendal Mountain Festival. Myndinni er leikstýrt af Rc Cone og óhætt er að segja að myndin er hin glæsilegasta!

Það er hægt að fullyrða að fleiri verðlaun eiga eftir að fylgja í kjölfarið og gaman verður að fylgjast með gengi þessari frábæru mynd!

Skrifaðu ummæli