SONIC DECEPTION OG PRESIDENT BONGO SAFNA FYRIR MJÖG ÁHUGAVERÐRI PLÖTU Á KAROLINA FUND

0
sonic deception

Sonic Deception

Sveinbjörn Bjarki Jónsson eða Sonic Deception er um þessar mundir að safna fyrir ansi áhugaverðri plötu á Karolina Fund. Fyrir nokkrum árum sá Sveinbjörn heimildarmynd um notkun hljóðtækni á vígvöllum seinni heimsstyrjaldarinnar.

„Ég varð hugfallinn og horfði á fleiri þætti um málið en nokkrum er hollt á örfáum árum. Þetta er saga af ótrúlegu hugmyndaflugi vísindamanna og listamanna. Uppblásnir skriðdrekar og vörubílar hlaðnir hátölurum spiluðu hljóðupptökur af öskrum, sprengingum og framkvæmdum í þeim tilgangi að blekkja Þjóðverja í stríðinu.“ – Sonic Deception

president Bongo

President Bongo

Í kjölfarið fékk Sveinbjörn þá hugmynd að semja tónverk undir áhrifum þessa „draugahers“ og bæta við minni túlkun og tilfinningum. Verkið var lagt á hilluna um tíma eða þar til President Bongo heyrði af því og kvatti hann kappann til að halda áfram. Fleiri lög fylgdu í kjölfarið og nú er útgáfa plötunnar loksins að verða að veruleika.

Radio Bongo sem er í eigu President Bongo er með framleiðslu og dreifingar samning við Kompakt Distribution og fer því Platan í alheimsdreifingu bæði stafrænt og í formi vínyls/geisladisks.

Comments are closed.