SÖNGVARAKVÖLD MÚLANS MEÐ RAGNHEIÐI GRÖNDAL

0
grö
Söngvarakvöld Jazzklúbbsins gerði stormandi lukku síðastliðið haust þar sem söngkonan Ragnheiður Gröndal var gestgjafi. Því hefur verið ákveðið að blása aftur til leiks, þriðjudaginn 9. febrúar í Kaldalónssal Hörpu og verða gestir Ragnheiðar ekki af verri endanum. Fram koma þrír söngvarar ásamt Ragnheiði þau Kristjana Stefánsdóttir, Páll Rosinkranz og Ingibjörg Fríða Helgadóttir. Meðleikarar verða, Guðmundur Pétursson og Daníel Helgason á gítar ásamt Kjartani Valdemarssyni og Óskari Einarssyni sem leika á píanó. Útgangspunktur í efnisskrá kvöldsins verður samansett af dægurperlum jazzbókmenntanna.
Spennandi vordagskrá Jazzklúbbsins Múlans heldur síðan áfram með 16 tónleikum sem fram fara flest miðvikudagskvöld til 11. maí á Björtulöftum, Hörpu. Múlinn er á sínu 19. starfsári en hann er samstarfsverkefni Félags Íslenskra Hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu. 
Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og fara fram á Björtuloftum, 5. hæð Hörpu og er miðaverð kr. 2000, 1000 kr. fyrir nemendur og eldri borgara, miðar fást í miðasölu Hörpu, harpa.is og tix.is

Comments are closed.