SÖNGVAR UM HELVÍTI MANNANNA KEMUR ÚT Í DAG

0

Hljómsveitin Ham fagnar útgáfu hljómplötunnar Söngvar um helvíti mannanna með tvennum tónleikum á Húrra dagana 22. og 23. júní (í dag og hinn). Húrra opnar kl. 21 báða dagana en hirðplötusnúður HAM Dj Reynir hitar mannskapinn upp áður en HAM stígur á stokk. Miðasala er á tix.is. HAM og Dj Reynir á Húrra er gríðarlega öflug skemmtun!

HAM sendir frá sér sína 3. hljóðverðsplötu í dag þann 22. júní og hefur hún fengið nafnið, Söngvar um helvíti mannanna. Það er hljómplötuútgáfan Sticky sem gefur út. Gripurinn fæst í öllum betri hljómplötuverslunum og á helstu efnisveitum og verður fáanlegur bæði sem vínyl og geisladiskur. Gripurinn verður fáanlegur á tónleikunum!

Á föstudaginn 23. júní kl. 17 mæta HAM menn í Lucky Records við Rauðarárstíg og árita gripinn. Í boði verða léttar veitingar á meðan birgðir endast. 

Skrifaðu ummæli