SÖNG FRÁ SÉR ALLA SORG, KLEIF FJÖLL OG ÖSKRAÐI Í TÍU TÍMA

0

Ljósmynd: Nína Björk.

Tónlistarkonan Þórunn Antonía var að senda frá sér brakandi ferskt myndband við lagið „Ég Ætla Upp.” Lagið er fyrsta smáskífan sem hún vinnur með Agga Friðberts en Þórunn segist finna fyrir miklum innblæstri við að hlusta á annað tónlistarfólk og þeirra hljóðheim.   

„Ég raula melódíur eiginlega yfir allt, alltaf í hausnum á mér og mig langaði að finna einhvern æðislegan pródúser sem myndi gera flottan hljóðheim undir melódíur og texta frá mér.” – Þórunn

Þórunn skellti póst í Facebook grúbbuna „Hljóðnördar án landamæra” og óskaði eftir töktum og fékk hún margt ótrúlega flott! Grunnurinn frá Agga kveikti strax áhugann hjá Þórunni og textinn og laglínan voru fljót að fæðast!

Ljósmynd: Nína Björk.

Þórunn segir að textinn sé afar persónulegur en hann er um að stíga uppúr erfiðum tímum, erfiðum hugsunum og að halda höfðinu hátt og horfa upp og láta ekkert stoppa sig!  

„Ég var með hjartað þungt af sorg og lærdómi eftir alvarleg veikindi á meðgöngu og við fæðingu dóttir minnar sem er sólin mín, en ég var með hjartað þungt af dýrmætum reynslum af ástarsorg, brotinni fjölskyldu, alkólisma kærkomins aðila og það er svo merkilegt að þegar maður eignast barn þá breytist allt, ég þurfti að fara langt inní sjálfa mig og endurræsa kerfið, raða mér aftur upp sem manneskju sem ég vil vera og þetta var leiðin mín upp.“ – Þórunn

Þórunn samdi lag fyrir verðlaunamynd Nönnu Kristínar, „Ungar,” sem hún segir að hafið verið afar skemmtilegt verkefni og kveikti það aftur upp í popp tónlistar eldinum hjá henni. Þórunn og Nanna Kristín ákvaðu að vinn aftur saman með aðstoð frá Dóttir management og góðra vina. Heill dagur fór í tökur og söng Þórunn frá sér alla sorg, kleif fjöll, synti í vatni, dansaði og öskraði í tíu tíma samfleytt!

Ljósmynd: Nína Björk.

Myndbandið er einkar glæsilegt og segir Þórunn að það sé Ótrúlegt hvað góður hópur af hæfileikaríku fólki getur galdrað fram á engu budgeti á einum degi!

„Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir að fá tækifæri til að gera tónlist og búa til myndband með snillingum. Ég ætla að gera meira af því á næstunni.“ – Þórunn

Að lokum segir þórunn að lagið sé fyrir alla sem hafa verið í ástarsorg, misst trúna á sjálfum sér, hafa orðið fyrir ofbeldi, dílað við veikindi, erfiðleika og fyrir alla sem vilja breyta lífi sínu, hugsunum og velja hamingjuna, brjartsýnina og lífið þrátt fyrir erfiðleika sem allir díla við sem manneskjur!

Þórunn og Aggi eru með fleiri lög í vinnslu og eru þau mjög spennt fyrir komandi tímum!

Instagram

Skrifaðu ummæli