SÓNAR REYKJAVÍK HÁTÍÐIN HEFST Í DAG

0
Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavik hefst í Hörpu í dag, fimmtudaginn 16. febrúar. Alls verður boðið um á tónleika rúmlega 50 hjómsveita og listamanna á hátíðinni á fjórum sviðum í Hörpu dagana 16., 17. og 18. febrúar.

Sónar/2016

Meðal þeirra listamanna sem koma fram á hátíðinni eru Fatboy Slim sem nýlega fyllti 02 Arena í London og mun loka hátíðinni í ár, hip hop goðsagnirnar í De La Soul, breska grime rappstjarnan Giggs, raf-súpergrúppan Moderat, New York sveitin Sleigh Bells, einn stærsti teknó listamaður heims Ben Klock, nýstirnin Nadia Rose og Tommy Genesis, Blawan með Exos, GusGus, Aron Can, FM Belfast og Emmsjé Gauti.

Sónar/2016

Óhætt er að fullyrða að stór hluti þeirra listamanna sem koma fram í Hörpu um helgina eru vanir að spila á mun stærri sviðum og hátíðum. Á Sónar Reykjavík gefst hátíðargestum því færi á að komast í meiri nánd við listamennina en þekkist. Hátíðin hefur aðeins rými fyrir samtals 3.300 manns. Bílakjallari hússins hýsir eitt af sviðum hátíðarinnar þar sem fram koma innlendir sem erlendir plötusnúðar.

Sónar/2016

Auk tónleika verður boðið upp á fyrirlestra og vinnusmiðjur á daginn, auk þess sem gestir Hörpu geta spilað á glerhjúp tónlistarhússins alla daga hátíðarinnar undir dagskrárliðnum HarpaLights.

Sónar Reykjavík er ásamt Hörpu samstarfsaðili Landsnefndar UN Women við að halda viðburðinn Milljarður rís þar sem þúsundir gesta koma saman í Hörpu á föstudeginum kl 12 til sýna samstöðu í baráttunni gegn ofbeldi á konum.

Sónar/2016

Dagskrá Sónar Reykjavík 2017 í heild sinni má finna á heimasíðu hátíðarinnar: sonarreykjavik.com

Miðasala á hátíðina fer fram í Hörpu og á midi.isHægt er að kaupa miða á einstaka tónleikakvöld eða hátíðina alla. 

Skrifaðu ummæli