SÓNAR REYKJAVÍK AÐ HEFJAST

0
10013535_579644638803310_8025405261736885585_n

Fer fram á fimm sviðum í Hörpu um helgina, hefst í kvöld kl 20:00. Glerhjúpur Hörpu tekur breytingum með PONG+


Hátt í 70 listamenn og hljómsveitir koma fram á stærstu Sónar Reykjavík tónlistarhátíðinni til þessa, sem fram fer í Hörpu dagana 12., 13. og 14. febrúar. Hátíðin hefst í kvöld klukkan 20:00. Meðal þeirra sem koma fram á Sónar Reykjavík í kvöld eru; Todd Terje (NO), Samaris, Sin Fang, Valgeir Sigurðsson, Futuregrapher & Jón Ólafsson, M-band og Uni Stefson.

Aldrei hafa jafn margir listamenn komið fram á hátíðinni. Aldrei hefur jafn mikið verið lagt í hljóð, umgjörð og hinn sjónræna þátt hennar – sem m.a. má skýra með tónleikum og kröfum bandaríska listamannsins Skrillex á lokakvöldi hátíðarinnar. Aldrei hafa jafn margir erlendir gestir komið fram á Sónar Reykjavík sem listamenn, eða komið til landsins sem tónleikagestir. Búist er við rúmlega 1.500 erlendum tónleikagestum á hátíðina í ár, en fjöldi þeirra hefur stigvaxið frá því Sónar Reykjavík fyrst haldin í febrúar árið 2013.
Sónar Reykjavík fer fram á fimm sviðum í Hörpu, m.a. í bílakjallaranum sem breytt verður í næturklúbb líkt og síðustu ár. Á tveimur stærstu sviðum hátíðarinnar koma m.a. fram Skrillex (US), Paul Kalkbrenner (DE), Todd Terje (NO), Jamie xx (UK), SBTRKT (UK), Kindness (UK), Elliphant (SE), Yung Lean & Sad Boys (SE), Ryan Hemsworth (US), Sophie (UK), Nisennenmondai (JP), MugisonPrins PólóSamarisSin FangFufanu, Ghostigital, Uni StefsonYoung Karin og Súrefni – sem snýr aftur eftir áratuga hlé.
Meðal annarra hljómsveita og listamanna sem koma fram á hátíðinni á öðrum sviðum Sónar Reykjavík í ár eru; Nina Kraviz (RU), Jimmy Edgar (US), Daniel Miller (UK), Kohib (NO), Leave Ya (US), Ametsub (JP), Jón Ólafsson & FuturegrapherValgeir Sigurðsson, DJ Margeir, DJ Yamaho, Thor, Exos, Emmsjé Gauti, Kött Grá Pjé, Tonik Ensabmle, Bjarki, DJ Flugvél & Geimskip og M-Band sem hefur sópað að sér lofi og verðlaunum fyrir sína fyrstu breiðskífu.
Dagskrá Sónar Reykjavík 2015 má nú nálgast í heild sinni heimasíðu hátíðarinnar, www.sonarreykjavik.com, og Sónar Festival appinu sem ná má í frítt á Google Play og App Store Apple.
SKRILLEX: Eitt stærsta nafn tónlistarheimsinsins og einn stærsti tónlistamaður danstónlistarinnar fyrr og síðar, Skrillex, mun koma fram á Sónar Reykjavík 2015. Skrillex verður með tónleika á lokakvöldi hátíðarinnar á laugardagskvöldinu, þar sem engu er til sparað í hljóði, ljósum og sjónrænni umgjörð – enda kröfur listamannasins miklar. Skrillex er vanur að spila á mun fjölmennari tónlistarhátíðum – og miklu stærri sölum en Harpa býður upp á. Það verður því að teljast mikill fengur fyrir tónlistarhúsið, aðstandendur hátíðarinnar og gesti hennar að fá jafn stórt nafn og Skrillex til að spila á Sónar Reykjavík, sem rúmar ekki nema rétt rúmlega þrjú þúsund áhorfendur.PONG+: Glerhúpur Hörpu tekur breytingum yfir Sónar Reykjavík. Dansar m.a. við tónlist stærsta sviðsins; SonarClub í Silfurbergi. Frekari upplýsingar: http://sonarreykjavik.com/en/2015/prg/ar/pong-_319 / Atli Bolla, S: 847 9290

————————————————-
LÖG TIL ÚTVARPSSPILUNAR
Þó flestir útvarspmenn kannist við tónlist Skrillex, TV on the Radio og Paul Kalkbrenner þá eiga Elliphant, Todd Terje, Kindness, SBTRKT og Nina Kraviz smelli sem eiga eflaust sama erindi í íslenskt útvarp líkt og stöðvar í Bretlandi, Evrópu og Bandaríkjunum. Hér er búið að safna saman yfirliti yfir smáskífur og lög með öllum þeim alþjóðlegu listamönnum sem koma fram á Sónar Reykjavík 2015. https://www.dropbox.com/sh/kfb7cfz6h56xvhk/AADuY_ePX9YPnzTr7yW13Nn3a?dl=0
 
PRESS KIT OG MYNDEFNI
Hér má m.a. finna myndir frá öllum þeim listamönnum og hljómsveitum sem koma fram á Sónar Reykjavík 2015, logo hátíðarinnar og myndir frá fyrri hátíðum í hárri upplausn. Allt til fjölmiðlanotkunar: https://www.dropbox.com/sh/8z0sy4xg0ixryfg/AAAKcWwjrQkmANXpOW-k9xt8a?dl=0 

SÓNAR REYKJAVÍK 2015
Sónar Reykjavík fer fram á fimm sviðum í Hörpu dagana 12.-14. febrúar. Alls koma 68 listamenn og hljómsveitir fram á hátíðinni.
 
MIÐASALA 
EMiðasala fer fram í Hörpu og á Harpa.is, Midi.is og Tix.is
Miðaverð er 18.900 og gildir miðin á alla tónleika Sónar Reykjavík 2015. 

DAGSKRÁ
Dagskrá hátíðarinnar má nálgast á heimasíðu hennar www.sonarreykjavik.com og Sónar Festival appinu sem ná má í frítt á Google Play og App Store Apple. 

 
FREKARI UPPLÝSINGAR UM LISTAMENN
Má finna á heimasíðu hátíðarinnar hér.

Comments are closed.