SÓNAR REYKJAVÍK 2015

0

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Það hefur varlað farið framhjá neinum að Sónar hátíðin fór fram síðustu helgi við mjög góðar undirtektir. Fjöldinn allur af listamönnum komu fram á hátíðinni, Íslenskir sem og erlendir. Andri Már Arnlaugsson og Frímann Kerjúlf Björnsson fóru á Sónar fyrir hönd Albumm. Frímann Kerjúlf var á bakvið myndavélina og tók hann þessar frábæru ljósmyndir en einnig bjó hann til þetta snilldar video sem sjá má hér að neðan. Óhætt er að segja að hann hafi leyst þetta með glæsibrag.  Andri már sótti hátíðina til að hlusta, sjá og upplifa stemninguna á Sónar. Ekki er hægt að biðja um betri mann en Andra þar sem hann er einn af aðal raftónlistarsprautum landsins og er hann mikill spekúlant þegar kemur að tónlist. Andri setti saman þennan mjög skemmtilega texta sem lesa má hér að neðan. Andri Már og Frímann Kerjúlf eru vægast sagt gott teymi!


Dagur 1

Jæja þá var komið að því sem allir tónlistarþyrstir íslendingar höfðu verið að bíða eftir í myrkasta skammdeginu. Tónlistarhátíðin Sónar var að hefjast og það í þriðja skiptið hér á landi í Hörpu með fimm sviðum og yfir 60 erlendum og innlendum listamönnum. Ég mætti í Hörpu um kl 20:00 og ekki var laust við eftirvæntingu yfir að hátíðin væri loks hafin. Dagskrá fyrsta kvöldsins var nokkuð fjölbreytt, allt frá sveimandi ambienti yfir í indie skotið popp/rokk.

Ég ákvað að hefja þessa Sónar hátíð í Kaldalóni á þeim félögum Árna Grétari og Jóni Ólafssyni. Þegar jafn ólíkir og magnaðir tónlistarmenn á borð við Futuregrapher og Jón Ólafs leiða saman hesta sína getur útkoman ekki orðið neitt annað en nýstárleg, enda komust færri að en vildu til að sjá þessa tvo sveimtónlistar sjómenn.

Þessi samblanda af klassískum píanóleik og sveimtónlist er blanda sem mætti heyrast oftar. Afskaplega bragðgóður kokteill sem á rætur sínar að rekja til meistara Brian Eno og Harold Budd. Þetta tvíeyki minnir einnig nokkuð á þá félaga Alva Noto og Ryuichi Sakamoto sem spiluðu á Sónar ári áður, en hér er kokteilinn þó settur fram í mun mýkri umbúðum.

Það má deila um hvort Jón Ólafs hafi verið á staðnum, en hann var algjörlega sokkinn ofan í tónlistina.

Úr hugarheimi sínum töfraði hann fram silkimjúkar píanó ballöður, án upphafs og enda.

Futuregrapher batt svo saman umgjörðina með sveim áhrifum og umhverfis upptökum. Raddir sem ómuðu í fjarska, talað mál sem var þó ógreinilegt. Afskaplega draumkennd upplifun sem dró áhorfendur inní djúpa slökun og mikla innri upplifun.

Tilfinningin var ekki ósvipuð því að vera staddur á undarlegri en þægilegri biðstofu. hálfsofandi með vott af gæsahúð, flögrandi milli draumheima og raunheima. Virkilega flott byrjun á þessu fyrsta kvöldi hátíðarinnar.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Futuregrapher og Jón Ólafs

Næst lá leið mín á Sin Fang sem spiluðu í Silfurbergi.

Verulega flott var að sjá framsetninguna hjá þeim en sitthvoru megin við Sindra (söngvara) voru trommararnir Gylfi og Erling úr Ojbarasta ásamt Jófríði söngkonu úr Samaris sem söng með Sindra og spilaði á hljóðgervil. Þessi framsetning kom mér skemmtilega á óvart og virkaði afar vel.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Sin Fang

Það sem kórónaði svo framsetninguna hjá þeim voru visualar/video verk sem sjá mátti á stórum skjá bakvið bandið. Þessi verk hafði Máni Sigfússon (bróðir Sindra) skapað og verð ég að segja að þau höfðu mikið að segja fyrir showið þeirra.

Gaman var að heyra söng Sindra og Jófríðar saman, raddir þeirra tvinnuðust skemmtilega saman og ekki laust við gæsahúð í lögum eins og „Walk with You“.

Sin Fang er band sem auðvelt er að hrífast með á tónleikum og var engin undantekning þetta kvöldið.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Erling Bang/Sin Fang

Eftir Sin Fang stigu næst á svið Samaris en á þeim tímapunkti var orðið vel fullt í sal Silfurbergs og mátti sjá að margir voru komnir til þess að sjá þau.

Samaris eru vafalaust orðin ein af vinsælustu og þekktustu íslensku böndunum í dag enda búin að vera hörkudugleg að spila um allan heim. Hljóðheimur þeirra hefur slípast mikið til frá því að þau hófu að spila saman.

Þau Þórður, Jófríður og Áslaug koma lifandi flutningi sínum afskaplega vel frá sér.

Einstök rödd Jófríðar og klarínett leikur Áslaugar ásamt flottum taktasmíðum Þórðar féllu vel í kramið hjá viðstöddum og maður heyrir að þau eru orðin afskaplega þétt og samheldin eftir að hafa spilað saman víðsvegar um heiminn.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Samaris

Þetta fyrsta kvöld Sónar var búið að einkennast af  skemmtilegri og nokkuð rólegri stemmningu. En það var í þann mund að breytast. Því enginn annar enn norðmaðurinn fúlskeggjaði Todd Terje ætlaði að enda þetta kvöld á dans nótunum.

Todd Terje er vafalaust einn af þessum skemmtilegri danstónlistar listamönnum í dag og tekur sig ekki of alvarlega. Með sinn 80´s skotna og flotta hljóm hreif hann hann alla með sér. Ég vonaðist þó að með honum yrði fleiri á sviði eins og ég hef séð og heyrt af hans lifandi flutningi en svo var ekki. Hann lét þess í stað tónlistina tala ásamt skemmtilegum myndskotum af artworki hans.

Verulega gaman var að heyra lög eins og „Delorean Dynamite“ og „Inspector Norse“ sem hafa gert allt brjálað á skemmtistöðum Reykjavíkur og eru í þessum skemmtilega stíl sem hann er þekktur fyrir.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Todd Terje

Eftir að hafa hrist á mér líkamann vel við herra Terje þá hljóp ég fram að sjá reynsluboltann úr Reykjavík hana Dj Yamaho þeyta skífum á nýju sviði sem kallast Sónar Pub og var staðsett á virkilega flottum stað í horni annarrar hæð Hörpu rétt við inngang Eldborgar. Yamaho kann að búa til stemmningu hvar og hvenær sem er og kafar djúpt í plötutöskur sínar. Hún hefur tileinkað sér ákveðið sound stútfullt af djúpu grúvi. Gaman var að heyra t.d snilldina „Sunglasses at Night“ með Tiga.

Fyrsta kvöld Sónar var þar með lokið og tveir pakkfullir dagar af frábærri tónlist eftir á dagskránni.

 

DAGUR 2 

Dagur tvö er runnin upp. Heil helgi framundan sneisafull af gæða tónlist frá öllum heimshornum.

Ég byrjaði á að rölta á einn af þeim listamönnum sem ég var hvað mest spenntur yfir þessa hátíðina en það var japanski raftónlistarmaðurinn Ametsub.  Það kom mér verulega á óvart að sjá þennan flotta listamann á line uppi Sónar þetta árið og mig hefur í þónokkur tíma langað til þess að sjá hann spila og ég fékk ósk mína uppfyllta þetta föstudagskvöldið.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Akihiko Ametsub

Hann Aki (Ametsub) spilaði eitt það allra flottasta live sett sem ég sá á Sónar þetta árið. Djúpir og tæknilegir taktar hans minntu mig á köflum á listamenn eins og Tycho, Four Tet og jafnvel Vladislav Delay.

Flott andrúmsloft í lögum hans og draumkenndar og flottar taksmíðar hans gerðu þetta að einu af flottasta setti sem ég hef séð í langan tíma. Japanir hafa einhvern hljóm sem erfitt er að njörva niður; vandað, tæknilegt og djúpt í senn.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Akihiko Ametsub

Á sama sviði steig hin alíslenska techno díva Missy Melody sem er ein af fyrstu kvenkyns techno plötusnúðum landsins. Gaman var að sjá aukningu kvenna sem spiluðu á hátíðinni og vona ég að það aukist með ári hverju. Missy Melody spilaði flotta blöndu af tech/house og virtist skemmta sér vel á meðan hún spilaði og smitaði út frá sér gleðinni.

Ég vona að ég sjái hana spila oftar því hún hefur svo sannarlega ástríðu fyrir góðri danstónlist. High five Guðný.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Missy Melody

Næst lá leið mín á eitt það flottasta venue hvað varðar hljóð og staðsetningu en það Bílakjallarinn góði.

Fyrstir til þess að spila þar voru þeir Hausa bræður Ben og Croax sem dældu út pumpandi djúpum drum&bass tónum. Ég sem mikill drum&bass haus fannst virkilega gaman að loksins hafi Sónar fengið drum&bass tónlist á hátíðina og alveg tímabært í ljósi þess að sú tónlist er í mikilli uppsveiflu. Gaman verður að sjá hvort skipuleggjendur hátíðarinnar fái mögulega erlendan drum&bass listamann á næsta ári. Smá pressa sett á ykkur Steinþór og Eldar 😉

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Ben og Croax

Eftir marga brotna takta í bílakjallaranum stökk ég yfir á ringulreið meistarana í Ghostigital.

Hvað getur maður sagt um Ghostigtal – annað hvort elskar fólk þá eða hatar. Ég hef alltaf haft verulega gaman af þeim á sviði. Einar Örn fer gjörsamlega á kostum sem hinn ringlaði master of ceremony í takt við harða drífandi takta Curvers.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Ghostigital

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Ghostigital

Ég hafði verulega gaman af að sjá svipinn á mörgum erlendum gestum, þeir vissu í raun ekkert hvað var í gangi og hvað þeir áttu að halda og strax fannst mér tilganginum náð hjá þeim. Flott og orkumikið sett hjá Einari og Curver, en ásamt þeim var Elís Pétursson á gítar.

Ghostigital 3

Ghostigital

Úr ringulreið heimum Ghostigital yfir í Kaldalón þar sem eitt af þeim innlendu listamönnum sem ég hafði beðið hvað spenntastur eftir var að fara að spila en það var Tonik Ensamble sem var skipuð Antoni Kaldal og Herði Má Bjarnassyni úr M-Band. Tonik Ensamble var að gefa út stórgóða plötu „Snapshots“ á þýska plötufyrirtækinu Atomnation. Ég hafði rennt plötunni í gegn nokkrum sinnum fyrir tónleikana og þarna er klárlega á ferðinni ein af betri plötum þessa árs. Gaman hefur verið að fylgjast með Tonik þroskast sem tónlistarmanni síðan hann byrjaði og finnst mér þessi plata hans algjörlega sýna að hann er upp á sitt allra besta í tónsmíðum sínum. Settið þeirra sveif þægilega áfram og gaman var að sjá Anton og Hörð saman á sviði, öryggið uppmálað og söngur Harðar alveg magnaður í bland við takta Antons. Það verður gaman að sjá þá fylgja plötunni sinni eftir því hér er á ferðinni eitt það metnaðarfyllsta og flottasta band Íslands, ekki bara í raftónlist heldur tónlist yfir höfuð.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Tonik Ensamble

Viss upplifun var að labba á milli sviða í Hörpu og fylgjast með öllu fólkinu sem mætt var á svæðið. Stemmningin einkenndist af mikilli gleði og var ekki annað að sjá en að fólk hafi mætt á þessa hátíð með því hugarfari að skemmta sér til hins ýtrasta.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA 
OLYMPUS DIGITAL CAMERA OLYMPUS DIGITAL CAMERA
OLYMPUS DIGITAL CAMERA
OLYMPUS DIGITAL CAMERA
OLYMPUS DIGITAL CAMERA OLYMPUS DIGITAL CAMERA
OLYMPUS DIGITAL CAMERA
OLYMPUS DIGITAL CAMERA  OLYMPUS DIGITAL CAMERA  OLYMPUS DIGITAL CAMERA  OLYMPUS DIGITAL CAMERA  OLYMPUS DIGITAL CAMERA  OLYMPUS DIGITAL CAMERA  OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Eitt af stærri nöfnum þessa árs var uber hipsterinn hann Jimmy Edgar en hann þurfti frá að hverfa þetta árið að sökum flug vandræða skyldist mér (sem ég var býsna svekktur yfir, hlakkaði mikið til að sjá hann)

En í hans stað þá var enginn nýgræðingur fenginn en það var enginn annar enn Gus Gus og T-World goðsögnin hann Biggi Veira.

Og þvílík og önnur eins sárabót, hann gjörsamlega setti bílakjallarann á hliðina með hreint út sagt mögnuðu setti fullu af Techno með sál. Hef ekki dansað svona mikið síðan á Uxa 95 !! Gaman var að sjá hvað hann stjórnaði crowdinu sem virtist ætla að sökkva ofan í tónlist hans. Biggi sannaði að hann er einn af okkar allra fremstu þegar kemur að danstónlist, það liggur enginn vafi á því. RÚÚÚSTAHHH!

Það var eflaust ástæða fyrir því að Biggi lagði allt í settið sitt því á eftir honum fylgdi engin önnur en hin rússneska Nina Kraviz. Nina er eitt af stærstu nöfnunum í danstónlistar senunni í dag og er að spila útum allan heim og hefur verið að gera það gott síðustu ár. Gaman er að segja frá því að hún hefur verið að vinna með íslensku tónlistarmönnunum Exos og Bjarka og gaman verður að sjá framhald af því samstarfi.

Dj sett Ninu var takfast og þétt og alveg það sem maður bjóst við frá henni og í raun ekkert meira. Persónulega hefði ég viljað fá smá meiri fjölbreytni, en hún skilaði sínu og gott betur. Með nærveru sinni og hæfileikum á bakvið græjurnar fékk hún alla á sitt band.

Verulega flott og skemmtilegt annað kvöld Sónar og haldið var heim í háttinn og lappirnar hvíldar fyrir komandi átök morgundagsins.

 

DAGUR 3

Það var komið að lokakvöldi hátíðarinnar og ekki laust við smá dansverki í líkamanum.Byrjun kvölds er eiginlega einn minn mest uppáhalds tími. Fólk stendur og er virkilega að gefa listamanninum sína athygli og hlustar gaumgæfulega. Það var það sem ég og þeir sem mættir voru gerðu þegar Hlýnun Jarðar hóf dj sett sitt, en hann er hluti af Plúto crewinu sem halda úti útvarpsþætti á FM Extra, en þeir einblína á bassþrunga tónlist í allri merkingu þessa orðs.

Ég hafði hlakkað nokkuð mikið til að sjá hann spila og hvað hann hefði sett í plötutösku sína. Þarna er á ferðinni maður sem þekkir ansi mikið til tónlistar. Hann spilaði eitt það besta Dj sett sem ég heyrði á hátíðinni þetta árið. Bassinn umvafði gesti og ekki var annað hægt en að hlusta af athygli því þarna var á ferðinni tónlist sem ég vill heyra mun oftar. Abstract og stútfullt af skemmtilegum ryþmum og bassapælingum. Hlakka til að sjá kappann spila oftar á Plúto kvöldunum á komandi mánuðum.

Þá tók við einn af elstu og reynslumestu raftónlistarmönnum Íslands, enginn annar en Thule records kempann hann Ozy.

Örnólfur eða Ozy hefur algjörlega sannað sig sem einn af okkar allra bestu raftónlistarmönnum í gegnum tíðina.

Hann var að ljúka við langþráða plötu sína sem að ber heitið „Distant Present“ og kemur út í næsta mánuði á labelinu Nothings66 i tokyo…

og ætlaði hann að spila lög af henni sem og eldra efni. Gaman var að heyra nýja efnið, jungle skotið, og greinilegt að Ozy var að leita í rætur sínar. Skemmtileg blanda af gamla dubby soundinu hans og nýrra soundi.

Gaman verður að heyra plötuna í heild sinni þegar hún kemur út, enda ríkir mikil eftirvænting eftir þeirri skífu.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Ozy

Af Ozy lá leið mín í sal Norðurljósa á eitt það óvæntasta sem ég sá þessa helgi, en það voru Japönsku stúlkurnar í Nisennenmondai  (Ég reyndi að bera þetta nafn rétt fram oftar en einu sinni þessa helgi en án árangurs).

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Nisennenmondai

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Nisennenmondai

Ég vissi ekki mikið um þessar stúlkur en hafði fleygt fram orðum eins og „post-punk, nu-wave, krautrock, free jazz and disco“  og var því býsna spenntur að sjá hvað þær höfðu fram að færa. Ég náði því miður ekki öllu showinu þeirra en ég kom inn þegar þær voru langt komnar með það. Það sem ég sá aftur á móti af því var algjörlega magnað! Trommarinn fór gjörsamlega á kostum og þurfti ég oft á tíðum að gá hvort um manneskju eða vélmenni væri að ræða, hún hélt ótrúlegu tempoi allan tímann í takt við flottan bassaleik.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Nisennenmondai

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Nisennenmondai

Með eindæmum flott og frumlegt þetta sound sem þær höfðu komið sér upp. Ein af þessum óvæntu momentum mínum á tónleikum sem ég hef afar gaman af, vildi að ég hefði bara náð þeim öllum…. ohh well there is always next time.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Nisennenmondai

Á eftir japönsku snúllunum dúndraði ég mér að sjá eiganda hins goðsagnarkennda plötufyrirtækis Mute Records, Daniel Miller. Skemmtilegur karakter þar á ferð,  en hann er kominn á sextugs aldurinn og það var ekki að heyra né sjá á honum. Herramaðurinn með flottu gleraugun stóð vakt sína bakvið spilaranna með stakri prýði og framreiddi hágæða danstónlist úr öllum áttum, hart og flott og verð ég að segja að ég vissi í raun ekki hverju ég átti að búast við þegar ég fór að sjá hann. En hann hélt mér og viðstöddum dansandi allan tímann.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Daniel Miller/Exos

Ég þurfti aðeins að ná andanum eftir dansinn í kjallaranum og hóaði mér á breska bandið Kindness. Ég mætti tímanlega í Silfurberg að sjá þau spila. Tónlist þeirra var virkilega skemmtileg og minnti mig á köflum á bönd eins og Talking Heads og Prince á köflum. Grúfið var sterkt hjá þeim og flutningurinn líflegur. Einkar gaman fannst mér að söngkonunum tveimur sem lyftu þessu uppá annað plan. Gaman fannst mér að sjá hversu fjölbreyttur hópur af fólki var á þessum tónleikum og virtust flestir vera að fýla sig verulega vel. Ekki laust við að maður fengi gæsahúð á köflum þegar allt small saman hjá þeim… Nice one Kindness, nice one.

 

Á eftir groove boltunum í Kindness var komið að Jaime XX. Nokkuð mikið hype er búið að vera í kringum þennan unga Breta og var alveg vel pakkað inni í Silfurbergi þegar Jaime steig á svið. Kappinn skilaði góðu setti en skyldi ekkert rosalega mikið eftir sig. Raftónlist með melodium. Visualarnir einfaldir en afskaplega vel heppnaðir yfir showið hans Jaime.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Jaime XX

Hátíðin endaði í Bílakjallaranum hjá mér þetta kvöldið. Sá fyrri sem ég  sá var Randomer sem tók gjörsamlega eitt það bilaðasta Techno dj sett sem ég hef heyrt og get ég fullyrt að hver einasti maður sem að var dansandi i kjallaranum þetta kvöldið mun seint gleyma því. Randomer átti hverja einustu taug í öllum þeim sem mættir voru. Ekkert mikið meira um það að segja en RÚST!!!

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Randomer

Dj Margeir lokaði svo hátíðinni eins og honum einum er lagið enda einn sá allra reyndasti plötusnúður landsins…. Margeir og fleygði bolurinn hans enduðu þetta með stæl svo ekki annað sé sagt.

 

Sónar 2015 fannst mér lukkast alveg stórvel í alla staði, bæði hvað varðar stemmningu og umgjörð. Einnig var gaman að sjá hve mikið listamenn lögðu á sig til þess að gera þetta að jafn flottri hátíð og raun bar vitni, Takk fyrir mig og sjáumst á næsta ári…

– Andri Már Arnlaugsson.

 

Vídeó frá Sónar eftir Frímann Kerjúlf Björnsson

 

 

 

 

 

Comments are closed.