Sömdu textann við sólarlag og útsýni yfir borgina

0

Tónlistarmaðurinn og gítarleikarinn Magnús Dagsson gaf nýverið út sitt fyrsta lag, „Peace of Mind“, sem verður á væntanlegri plötu hans. Í laginu kemur fram söngkonan Silja Rós en hún gaf út sína fyrstu plötu, Silence í fyrra einnig kemur hljómborðsleikarinn Jakob Gunnarsson fyrir í laginu.

Magnús er þessa dagana að leggja lokahönd á fyrstu plötu sína Afflicted sem hann tók upp, útsetti og spilaði inn á mestmegnis sjálfur í Los Angeles. Þar var hann að ljúka tónlistarnámi í Musicians Institute en hann hefur verið í gítarnámi meira og minna frá 7 ára aldri í Tónlistarskóla Seltjarnarness og TFÍH. Uppi á þaki íbúðarhúss þeirra í Los Angeles sömdu Silja Rós og Magnús textann í sameiningu á kvöldin við sólarlag og útsýni yfir borgina, alls ekki slæmt það!

Skrifaðu ummæli