SÓLSTAFIR FRUMFLYTJA GLÆNÝTT LAG Á ALBUMM.IS

0

Ljósmynd: Steinunn Lilja Draumland.

Í dag frumflytur Albumm.is glænýtt lag með hljómsveitinni Sólstöfum sem ber heitið „Bláfjall” og er tekið af væntanlegri plötu sveitarinnar Berdreyminn. Lagið fjallar um baráttu mannsins við eigin djöfla og hvernig það getur leitt til glötunar.

„Ég hef glímt við alkóhólisma, það er stanslaus barátta en um leið er þetta spurning um von því það er til leið út úr þessu helvíti! Þetta er eins og að ganga upp fjall, svart og dimmt fjall sem auðvelt er að glatast í.“  Aðalbjörn Tryggvason

„Bláfjall” er virkilega stórbrotið og tilfinningaríkt lag! Berdreyminn kemur út 26. Maí næstkomandi á vegum plötuútgáfunnar Season Of Mist. Hægt er að forpanta plötuna hér.

http://solstafir.net

http://www.season-of-mist.com

Skrifaðu ummæli