SOLITUDE VANNST ÁFRAM MEÐ LÖNGUM HLÉUM

0

Koi er hugarfóstur Kjartans Orra Ingvasonar og kom fyrsta platan Sum of all things út árið 2009 og var að mestu tekin upp í Hollandi. Koi er í raun gælunafn Kjartans og hófst þetta sem sólóverkefni en safnað var saman í hljómsveit 2009 til að fylgja eftir fyrstu plötunni. Bandið spilaði nokkra tónleika á höfuðborgarsvæðinu 2009 og 2010 en eftir stóðu svo trommarinn Flóki Árnason og Kjartan og ákváðu að vinna saman að næstu Koi-plötu.

Platan ber heitið Solitude og inniheldur hún átta lög og hófst vinna við hana fyrst í kringum 2012 og vannst svo áfram með löngum hléum allt til síðastliðins sumars 2017.

Flóki og Kjartan sáu að mestu um upptökur á plötunni Solitude í Studio 19 í Hafnarfirði ásamt Steven Schneijderberg sem tók upp í Breda, Hollandi. Um Hljóðblöndun sá Flóki Árnason og masteringu Magnús Leifur hjá Aldingarðinum.

Söngur, gítar, munnharpa er í höndum Kjartans Orra, Flóki Árnason sá um trommuleik, hljómborð, spilar einnig á gítar og bassa, annars var bassaleikur að mestu í höndum Páls Arnars Sveinbjörssonar (Súrefni). Steven Schneijderberg spilar á gítara, skriðgítar (slide guitars) og banjo. Aðrir gestir á plötunni eru Björgvin Gíslason sem spilar á Sitar, Ugglu-drengirnir Valdimar Þór Valdimarsson og Viðar Hrafn Steingrímsson syngja bakraddir en Kjartan Orri er einnig í hljómsveitinni Ugglu. Félagar úr kór Flensborgarskóla sáu einnig um bakraddir.

Bandcamp

Soundcloud

Skrifaðu ummæli