SÓLEY STEFÁNSDÓTTIR ÁSAMT VINUM Í MENGI Í KVÖLD

0

sóley 2

Tónlistarkonan Sóley Stefánsdóttir kemur fram ásamt vinum í Mengi í kvöld. Sóley ætlar að prófa nýtt efni, setja lög í nýjar útsetningar ásamt því að spila gömul og góð lög.

sóley

Ásamt Sóley koma fram: Katrín Helga Andrésdóttir – píanó og söngur, Jón Óskar Jónsson – Trommur, Albert Finnbogason – Gítar og  Bassi, Dominique Gyða Sigrúnardóttir – Söngur, Myrra Rós Þrastardóttir – Söngur, Unnur Sara Eldjárn – Söngur, Sigrún Jónssdóttir – Klarinett og Margrét Arnardóttir – Harmónikka.

Þetta er stærsta hljómsveit sem Sóley hefur spilað með og því alveg frábært tækifæri til að fylgjast með nýrri plötu Sóleyjar fæðast.

Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og er Miðaverð aðeins 2.000 krónur.

Comments are closed.