„SÓL BROS ÞÍN” ER FYRSTA LAGIÐ AF VÆNTANLEGRI PLÖTU BUBBA MORTHENS

0

Fyrir stuttu sendi Bubbi Morthens frá sér nýtt lag sem er fyrsta lagið af væntanlegri plötu hans, Túngumál, sem kemur út á afmælisdegi hans, 6. júní. Lagið heitir „Sól bros þín” og í því er Bubbi á léttum nótum að fagna ástinni og sumrinu. Í laginu, sem og á plötunni allri, einblínir Bubbi á að hafa flutning og hljóðfæraskipan eins lífrænan og völ er á.

Engir hljóðgerflar eða ónáttúruleg hjálpartól koma þar við sögu og má þess geta að allir gítarar sem hljóðritaðir voru, voru spilaðir af Bubba sjálfum. Hljóðheimurinn sækir orku sína í þjóðlagahefðir Mið- og Suður-Ameríku en er fyrst og fremst sköpunarverk Bubba og upptökustjórans Arnþórs Örlygssonar (Adda 800) sem unnu mjög náið saman í öllu upptökuferlinu.

Útgáfutónleikar plötunnar Túngumál verða í Bæjarbíói, Hafnarfirði á sjálfum útgáfudeginum, 6. júní (06.06.17). Miðasala hefst í dag á Tix.is.

Fylgist með Bubba Morthens á:

Instagram.

Twitter.

Snapchat: @bubbinn

Skrifaðu ummæli