Sökum sólarleysis ákvað Prinsinn að flýta útgáfu myndbandsins

0

Tónlistar og alt muligt maðurinn Prins Póló sendir í dag frá sér myndband við lagið „Sjúk í sól.” Lagið kom nýverið út á plötunni Þriðja kryddið. Myndbandið var tekið upp á súldardegi á Austurlandi um síðustu páska og átti að liggja í salti þangað til í haust.

Af veðurfarslegum ástæðum og í ljósi háværar umræðu um sólarleysi í ákveðnum landshlutum ákvað Prinsinn að flýta útgáfu myndabandsins.

Þórunn Hafstað og Pétur Már Gunnarsson gerðu myndbandið ásamt Prinsinum.

Þriðja Kryddið má nálgast á Spotify.

Skrifaðu ummæli