SÖGUR FRÁ VINUM SEM FENGU KANSKI EKKI BESTU SPILIN Í LÍFINU

0

rimnariki-3

Hljómsveitin Rímnaríki var að senda frá glænýtt og glæsilegt myndband við lagið „Brenndar Dyr.“ Lagið tók dágóðann tíma að klára, eitt af þessum erfiðu fæðingum. Draumkennt beat kallar á draumkennda og þokukennda texta og ákveðið var að leita meira inná við. Allt frekar óljóst og „up for interpretation“ eins og þeir segja.

„Við verðum að gera vídeó við þetta, var það fyrsta sem við hugsuðum allir þegar lagið var klárað. Þetta er eitt af þessum lögum sem manni langar að dekra við.“ Ómar Örn Ómarsson.

rimnariki-2

Lagið fjallar um reynslusögur úr hinum og þessum áttum. Sögur frá kunningjum og vinum sem fengu kannski ekki bestu spilin í lífinu. Flestir þeirra koma úr breiðholtinu, Þess vegna er meirihluti myndbandsins tekinn upp þar.

„Við vildum reyna að framkalla þessa dökku hlið á samfélaginu sem gleymist oft í einhverjum glamúr, peningum og blingi í íslensku rappi.“Ómar Örn Ómarsson.

rimnariki

Rímnaríkismenn vildu gera eitthvað öðruvísi en samt halda í þessa „old school“ rót af hip hop. Rímnaríki eru á fullu um þessar mundir en áform sveitarinnar er að halda áfram að spila á tónleikum og tónlistarhátíðum á íslandi og gefa út lög og myndbönd.

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves er á næsta leiti og kemur sveitin fram á Föstudaginn 4. Nóvember á sérstöku Albumm.is kvöldi á Húrra, ásamt Valby Bræðrum, Shades of reykjavík og fleiri félögum.

„Góður vinur okkar Jón Smári Tómasson heyrði lagið og hugsaði það þarf að gera myndband við þetta lag!  Við höfðum lengi talað um að gera eitthvað saman og þarna vorum við komnir með rétta lagið.“ Ómar Örn Ómarsson.

Comments are closed.