SOFFÍA BJÖRG VINNUR MEÐ UPPTÖKUSTJÓRA BLUR OG ELBOW

0

soffía 2

Tónlistarkonan Soffía Björg hefur vakið talsverða athygli að undanförnu en daman var að senda frá sér brakandi ferskt lag sem ber heitið „I Lie.“ Lagið er það fyrsta sem hún gefur út fyrir utan landsteinana og hefur það fengið afar góðar viðtökur „The Line Of Best Fit“ fjallaði meðal annars um lagið svo fátt sé nefnt.

soffía 1

Umrætt lag er tekið upp af ekki ómerkari manni en Ben Hillier en hann hefur unnið með hljómsveitum eins og Blur og Elbow.
Soffía er frá Borgarfirði en óhætt er að segja að heimurinn bíður hennar!

Frábært lag hér á ferðinni og við bíðum spennt eftir plötunni sem kemur út von bráðar.

Comments are closed.