SOFFÍA BJÖRG OG HLJÓMSVEIT ER NÚ FÁANLEG Í LIT

0

soffia-2

Tónlistarkonan Soffía Björg sendi á dögunum frá sér myndband við lagið I Lie og er það myndband óður til fyrstu framkomu Bítlanna í The Ed Sullivan Show og þar af leiðandi í svarthvítu. Í gær kom út ný útgáfa af myndbandinu og það nú í lit! Það var tónlistarsíðan The Blue Walrus sem frumsýndi myndbandið eða Technicolor útgáfuna eins og það kallast.

soffia-3

Framundan hjá Soffíu er upphitun fyrir Suede í Laugardalshöll 22. október ásamt nokkrum tónleikum á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni í byrjun nóvember.

Comments are closed.