SNORRI HELGASON SPILAR Á FYRSTU BLIKKTROMMU HAUSTSINS

0

snorri helgason ljósmynd Owen Fiene

Tónleikaröðin Blikktromman hefur nú sitt annað starfsár en síðasta ár gekk vonum framar. Áhersla er lögð á að bjóða upp á tónleika með nokkrum af okkar fremstu tónlistarmönnum í því nána og gæðaumhverfi sem Kaldalón í Hörpu býður uppá. Eftir tónleikana gefst gestum kostur á að setjast niður með drykk og útsýni yfir smábátahöfnina, með góða tónlist í bakgrunninn. Ekkert vesen, bara gæði.

blikktromman

Blikktromman er slegin fyrsta miðvikudagskvöld hvers mánaðar og er það tónlistarmaðurinn Snorri Helgason leikur á fyrstu tónleikum haustsins, miðvikudagskvöldið 7. september. Listamaðurinn gaf nýlega út sína fjórðu breiðskífu, Vittu til og sem hefur hlotið mikið lof og lagið „Einsemd“ verið mjög vinsælt. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00.

Meðal listamanna sem komu fram á síðasta ári voru Valdimar, Mr.Silla, Sóley, Sin Fang, Úlfur Eldjárn og Benni Hemm Hemm.

Í kjölfar tónleika Snorra Helgasonar munu eftirtaldir listamenn koma fram á Blikktrommunni á næstunni; Úlfur úlfur, President Bongo (Gus Gus) & The Emotional Carpenters og Dj flugvél Og Geimskip.

Hægt er að nálgast miða hér: http://harpa.is/dagskra/blikktromman-snorri-helgason

Comments are closed.