SNORRI HELGASON SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „EINSEMD“ OG BLÆS TIL TÓNLEIKA Á HÚRRA Í KVÖLD

0

snorri 1

Hljómsveitin Snorri Helgason sendi í dag frá sér lagið „Einsemd“ sem er af plötunni Vittu Til en hún er væntanleg með vorinu. Nafnið „Einsemd“ er ansi villandi titill en lagið er mjög hresst og upplífgandi en lagið samdi snorri þegar hann var einsamall.

„Lagið byrjaði sem lafandi hæg píanóballaða sem ég samdi þegar ég var single, einmanna og ringlaður en þróaðist svo í þessa gleðipopp strengjasveiflu hægt og rólega. En einmanna textinn fékk að halda sér og það býr til skemmtilega togstreitu.“ – Snorri Helgason

snorri helgason

Snorri Helgason spilar á Húrra í kvöld ásamt hljómsveitinni Tilbury og Teiti Magnússyni og byrja herlegheitin stundvíslega kl 21:00 og kostar litlar 2.000 kr inn.

Einsemd er frábært lag en mikil eftirvænting er eftir nýju plötunni!

Comments are closed.