SNOOP DOGG KEMUR AFTUR TIL ÍSLANDS 10 ÁRUM SEINNA OG HELDUR HELJARINNAR SNOOPADELIC PARTÝ Í LAUGARDALSHÖLL 16. JÚLÍ

0

snoop2

Nordic Events ásamt Thule og Crabbies kynna með stolti. Tíu árum eftir stórtónleika Snoop Dogg á Íslandi kemur hann aftur til landsins og heldur Snoopadelic partý í Laugardalshöllinni þann 16. júlí nk.

Snoop Dogg kemur fram og spilar sem DJ Snoopadelic í 2 klukkutíma á sviðinu með öðrum erlendum plötusnúðum. Einnig tekur hann vinsælustu lögin sín inn á milli til að halda uppi góðri stemningu. Vilt þú koma í plötusnúðapartýið hans Snoop Dogg á Íslandi?

Ásamt Snoop Dogg koma fram rjómi íslenskrar tónlistar í dag ásamt virtustu plötusnúðum landsins en fram koma Blaz Roca ásamt Herra Hnetusmjör, Joe Frazier, Dabba T og Sesar Afrikanus, Úlfur Úlfur ásamt hljómsveit, DJ Gísli Galdur, Shades of Reykjavík og KSF ásamt Tiny úr Quarashi og Alvia Islandia. Sömuleiðis stíga á stokk leynigestir sem enginn vill missa af.

„Við munum breyta Laugardalshöll í heljarinnar klúbb. Snoop mun stýra tæplega þriggja klukkustunda partýi. Hann mun stýra tónlistinni, rappa og verður með dansara með sér á sviðinu. Þetta verður heljarinnar veisla,“ útskýrir Vilhjálmur Sanne, tónleikahaldari. Þessar uppákomur hafa fengið góða dóma. Sjálfur segist Snoop hafa mikinn áhuga á því að vera plötusnúður og að hann leggi sig mikið fram við að finna ferska tónlist. Ég er alltaf að brýna sverðið mitt,“ sagði hann í viðtali við tímaritið Vibe um hvort hann æfði sig mikið sem plötusnúður.

Partýið verður haldið þann 16. júlí, þannig að það líður næstum áratugur frá síðustu heimsókn rapparans til landsins. Hann tróð upp í Egilshöllinni þann 17. júlí 2005.

Snoop Dogg er einn þekktasti rappari heims. Hann kemur frá Long Beach í Kaliforníufylki í Bandaríkjunum. Plötur Snoop, sem er 44 ára gamall, hafa selst í yfir 30 milljónum eintaka um allan heim. Hann gaf út sína fyrstu plötu árið 1992, sú bar titilinn Doggystyle og skaut honum á stjörnuhimininn. Í maí kemur þrettánda breiðskífa kappans út. Hún kallast Bush og er unninn í samvinnu við hinn geysivinsæla Pharrell Williams.

NORDIC EVENTS OG FM957 KYNNA: ERT ÞÚ SKEMMTILEGASTI SNOOP DOGG AÐDÁANDINN?

FM957 og Nordic Events eru að leita að dyggum aðdáendum Snoop Dogg. Er það þú? Áttu plötu með Snoop? áttu bol merktum snoop? Kanntu heilt lag með Snoop? Sýndu okkur eitthvað skemmtilegt og þú gætir unnið miða á Dj Snoopadelic. Þú sendir mynd eða video í gegnum facebook síður FM957 eða Nordic Events, þar finnur þú leikinn.

Ásamt Snoop Dogg koma fram Blaz Roca ásamt Herra Hnetusmjör, Joe Frazier, Dabba T og Sesar Afrikanus, Úlfur Úlfur ásamt hljómsveit, DJ Gísli Galdur, Shades of Reykjavík og KSF ásamt Egil Tiny úr Quarashi og Alvia Islandia. Sömuleiðis stíga á stokk leynigestir íslenskir og erlendir sem enginn hiphop aðdáandi vill missa  af!

Ert þú ekki búin að tryggja þér í miða sem fyrst. Miðasala fer fram á Miði.is.

 

 

 

 

 

Comments are closed.