SNJÓR UPP AÐ MITTI LANGT UPP Á FJALLI

0

 

Tónlistarkonan Kira Kira og tónlistarmaðurinn Hermigervill sendu fyrir skömmu frá sér glæsilegt myndband við lagið „Pioneer Of Love.” Kira Kira eða Kristín Björk Kristjánsdóttir eins og hún heitir réttu nafni hefur verið afar áberandi í íslensku tónlistarlífi en hún rak meðal annars viðburðarfyrirtækið og útgáfuna Kitchen Motors svo sumt sé nefnt. Hermigervill hefur einnig verið áberandi í íslensku tónlistarlífi og hefur hann svo sannarlega komið víða við á viðburðarríkum ferli!

„Pioneer Of Love” er tekið af fjórðu plötu Kiru Kiru Alchemy & Friends en Kira Kira segir að tónlistin á plötunni fagni vináttu og samstarfsaðilum í gegnum tíðina! Samantha Shay og Victoria Sendra leikstýrðu myndbandinu og er það virkilega glæsilegt!

Bandcamp

Skrifaðu ummæli