SNJÓBRETTAPARTÝ Á ARNARHÓLI

0

arnar


Vetrarhátíð í Reykjavík er haldin árlega og verður haldin í tólfta sinn 5 – 8. febrúar 2015. Dagskráin er ekki af verri endanum en hér er hægt að lesa hvað er í boði http://vetrarhatid.is/events

Albumm verður á staðnum að fylgjast með stemmningunni á Arnarhóli klukkan 20:00 í kvöld en þá verður haldið í fyrsta sinn á vegum Mintsnow viðburður sem er hluti af vetrarhátíð Reykjavíkur og er haldinn ásamt Bláfjöllum og Höfuðborgarstofu. „Við munum flytja snjó úr fjöllunum niður á Arnarhól og koma fyrir “jibb braut“ þar sem verða reil, box og rör. Aldrei að vita nema við búum til einhvern smá pall líka.“ Segir Davíð Arnar Oddgeirsson, einn af skipuleggjendum snjóbrettapartísins á Arnarhóli.

Jakob Fríman mun mæta og segja nokkur vel valin orð til að setja viðburðinn. Svo verður DJ á staðnum sem sér um tónlistina og kynnar verða þáttastjórnendur Illa Farnir, Davíð Arnar og Binni Löve. En Mint Production sem er í eigu sömu einstaklinga og Mintsnow er að framleiða þá þætti og verða einnig að taka upp þetta gigg og búa til myndefni úr því fyrir Höfuðborgarstofu eftir viðburðinn sem promotional gigg.

Við erum að vinna í því að fá leyfi fyrir eldvörpum og einhverjum flugeldum til að skjóta upp líka. Þá náum við að blanda saman snjó og ljósum en þessi vetrarhátíð einblínir á þessa tvo hluti, ljós og snjóÞetta er í fyrsta sinn sem þessi viðburður er haldinn, en við vonum að þetta sé bara fyrsta skrefið í þá átt að halda árlegan og almennilegan snjóbrettaviðburð í Reykjavík í framhaldinu. Það er öllum boðið að mæta og taka þátt, þetta er ekki keppni heldur bara session þar sem við leggjum áherslu á að hafa gaman og skemmta okkur saman. Verðum að bjóða uppá einhverjar veigar frá Vífilfell og vonandi frá einhverjum fleirum. Þetta er í fyrsta sinn sem við höldum þennan viðburð og vonum að hann eigi bara eftir að stækka ár frá ári.“ Segir Davíð að lokum.

Albumm mun vera á staðnum og taka myndir af partíinu og munum við skella inn myndum í kvöld.

Partíið á Arnarhóli byrjar klukkan 20.00 í kvöld.

Comments are closed.