SNJÓBRETTAMÓTIÐ SLARK AIR OG TÓNLEIKAR Í BÆJARBÍÓ LAUGARDAGINN 16. APRÍL

0

slark 2015

Slark heldur Heljarinnar snjóbrettamót á morgun laugardag 16. Apríl á Thorsplani í Hafnarfirði. Mikið verður lagt í mótið í ár en þetta er í þriðja sinn sem mótið er haldið og má búast við miklu sjónarspili. stór pallur verður á svæðinu og helstu snjóbrettakappar landsins taka þátt og sýna listir sínar.

SLARK 2

Eftir mótið verða heljarinnar tónleikar í Bæjarbíói í Hafnarfirði en þar koma fram Herra Hnetusmjör,Valby bræður, Haukur H, Barr, Hollow Skullz o.fl. Miðaverð er litlar 2.000 kr og selt er við hurð.

Það má búast við miklu fjöri en snjóbrettamótið byrjar stundvíslega kl 16:00 og stendur til kl 20:00 að því loknu herja allir á Bæjarbíó.

Öðlingurinn og Slark maðurinn Björgvin Valdimarsson svaraði nokkrum spurningum fyrir Albumm.is

Hvenær var Slark stofnað og hversu oft hefur þetta snjóbrettamót verið haldið? 

Slark var stofnað af bróðir mínum í kringum árið 2004. En þetta er þriðja árið sem við höldum þetta mót en nú í allt annari mynd en síðustu tvö ár.

Hvernig verður settöppið í ár og er einhver sigurstranglegri en annar? 

Settöppið í ár verður svakalegt ef ég segi sjálfur frá. Við ætlum að setja svo kallaðan cornerpall sem verður á miðju Thorsplani í Hafnarfirði. Pallur af þessu tagi hefur aldrei verið settur upp innanbæjar að okkar vitund þannig þetta verður mjög krefjandi, já, og kannski svo það komi fram þá verður droppið um 10 metrar og pallurinn um 5 metrar á hæð.

Björgvin Valdimarsson

Björgvin Valdimarsson

Er ekki mikil vinna að halda svona mót og hvenær kviknaði hugmyndin að mótinu? 

Þetta er auðvitað massíf vinna en þess virði í lok dagsins. Þessi hugmynd kviknaði þannig að okkur fannst vanta almennilegt snjóbrettamót í Hafnarfirði sem er vagga íslenskra snjóbrettamenningar (komandi frá Hafnfirðingi) á íslandi.

Það eru heljarinnar tónleikar eftir mótið hvað geturðu sagt mér um það? 

Það verður Slarkfest eftir tónleikana í Bæjarbíó með öllum okkar uppáhalds HipHop og reggie artistum og þetta var líka hugsað fyrir okkur og okkar vini og bara alla sem mæta á mótið til að hittast og skemmta sér. Þetta gæti samt dottið í smá mayhem ef ég þekki crowdið okkar rétt.

Eru Slark menn ekki í stuði og við hverju má búast á laugardaginn? 

Slarkarar eru alltaf í stuði og við höldum að allir munu vera á okkar leveli á laugardaginn. Við getum lofað geggjuðum degi og geggjuðu kvöldi!

Comments are closed.