SNJÓBRETTAKEPPNIN RIGGAROBB FÓR VEL FRAM UM HELGINA

0

rigg winners

Snjóbretta keppnin RiggaRobb  fór fram síðastliðið laugardagskvöld í Ártúnsbrekku við frábærar undirtektir! Mikill undirbúningur átti sér stað fyrir keppnina og margir lögðu hönd á plóginn til að allt yrði sem glæsilegast. Mikill fjöldi mætti í brekkuna þetta kvöldið enda lék veðrið við bæjarbúa og var stemmingin virkilega Góð.

rigg

rigg 2

Fjöldinn allur af snjóbretta og skíðaköppum tóku þátt og það er greinilegt að mikil gróska er í svokölluðum jaðaríþróttum á Íslandi um þessar mundir. Einnig var svokallað FatBike á staðnum frá GÁP en gestir og gangandi gátu prófað þessa snilld! FatBike er eitthvað sem er tilvalið við Íslenskar aðstæður, snjór, drulla og fjöll.

bike

Eldri flokkur:

  1. Sæti: Egill Gunnar Kristjánsson 2. Sæti: Marino Kristjánsson 3. Sæti: Logi Meyer

Yngri Flokkur:

  1. Sæti: Borgþór Ómar Jóhannsson 2. Sæti Ingvi Snær 3. Sæti: Ástvaldur Ari Guðmundsson

Jaðar Íþróttafélag, Mohawks, Albumm.is og RIG (Reykjavík International Games) þakkar fyrir frábæran dag en veturinn er ekki búinn og nóg eftir!

Freestyle skíðin voru í minnihluta þetta kvöldið og því ekki hægt að keppa í því og eru því Freestyle skíðakappar hvattir til að mæta næst og renna sér!

Comments are closed.