SNJÓBRETTAKAPPINN VIKTOR HELGI HJARTARSON TÓK MIKLA BYLTU Á VOLCANIC BIG JUMP Á IWG Í GÆR

0

viktor

Snjóbrettakappinn og ofurhuginn Viktor Helgi Hjartarson er engum líkur en kappinn hannaði og smíðaði einn flottasta stökkpall landsins, Volcanic Big Jump á Iceland Winter Games. Í gærkvöldi var blásið til leiks í Hlíðarfjalli en þar átti að fara fram svokallað Volcanic Big Jump en skilyrðin voru ekki eins og best er á kosið.

VIKTOR 3

Snjóbrettakappar og þá Viktor Helgi í fararbroddi gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að láta þetta ganga en erfitt var að ná tiltækum hraða á pallinn. Viktor tók til sinna ráða og lét draga sig að pallinum á vélsleða sem gerði það að verkum að kappinn fór heldur hratt og mjög hátt og lenti fyrir neðan miðja lendingu. Þetta leit ekki vel út og lá Viktor í dágóða stund áður en hann rétti upp höndina og kom frá sér að hann væri í lagi. Viktor var fluttur á sjúkrahús og er hann þar undir læknishöndum en áreiðanlegar heimildir segja að hann sé töluvert slasaður en batahorfur eru jákvæðar.

viktor 2

Viktor lagði svita og tár í pallinn eins og í snjóbrettasportið sjálft og á hann mikið hrós skilið fyrir ómetanlegt starf!

Volcanic Big Jump var flautað af eftir byltuna og fá aðstandendur Iceland Winter Games mikið hrós fyrir þá ákvörðun. Dagskrá IWG heldur áfram og má sjá hana nánar hér.

Hér má sjá myndband frá stökkinu sjálfu:

Comments are closed.