SNJÓBRETTAKAPPINN BENEDIKT FRIÐBJÖRNSSON SLÆR Í GEGN Í NÝJU MYNDBANDI FRÁ DC SNOWBOARDS

0

benni snow

Snjóbrettakappinn Benedikt Friðbjörnsson er heldur betur að slá í gegn þrátt fyrir ungan aldur en hann er á mála hjá snjóbrettarisanum DC Snowboards. DC voru að senda frá sér glænýtt myndband en það eru þeir Benni eins og hann er oftast kallaður og Ian Matteoli frá Ítalíu sem eru stjörnurnar í myndbandinu.

benni snow 2

Myndbandið er tekið upp í DC Area 43 Park sem er í Tarentaise Valley í frönsku ölpunum og er greinilegt að þessir tveir snillingar eiga svo sannarlega framtíðina fyrir sér.

Comments are closed.