SNJÓBRETTAKAPPINN BENEDIKT FRIÐBJÖRNSSON LENTI Í FYRSTA SÆTI Í GROMS OPEN Í AUSTURRÍKI

0

benni

Snjóbrettakappinn ungi Benedikt Friðbjörnsson er heldur betur að gera það gott en hann hampaði fyrsta sætið í stóru móti í Austurríki í gær. Mótið heitir Groms open og fer fram í Vans Penken Park sem er í bænum Mayrhofen.

benni 3
Benni eins og flestir kalla hann gerði samning við fyrirtækið DC Shoes en það er eitt stærsta snjóbrettamerki heims.

benni 4
Íslenska landsliðið á snjóbrettum er einnig statt á mótinu og hafa allir drengirnir staðiði sig gríðarlega vel. Allir hafa komist í úrslit sem telst afar góður árangur þar sem aragrúi af snjóbrettaköppum tóku þátt.

benni riders
Það er greinilegt að snjóbrettakapparnir ungu eru að gera það gott og gaman verður að fylgjast með þeim í framtíðinni.
Íslenska landsliðið samanstendur af þeim Marino, Aroni, Baldri, Stefáni, Benna og Ingólfi.

benni og landsliðið

Hér má sjá myndband frá mótinu árið 2015

Comments are closed.