SNJÓBRETTAHÁTÍÐIN SUMMERJAM ER Í BLÁFJÖLLUM Í DAG 21. MAÍ

0

summer

Í dag verður snjóbrettahátíðin Summerjam haldin í fimmta sinn í Bláfjöllum og má búast við brjáluðu stuði líkt og fyrri ár.

Parkið verður endurgert og sett verða upp ný reil og box ásamt því að það sem var uppi í vetur verður sett upp á nýjan máta. Pallar, reil, box, corners og fleira verður á boðstólnum semsagt eitthvað við allra hæfi. Einnig verður Búningaþema (fyrir þá sem þora) en í fyrra voru margir sem mættu í búning eða einhverskonar öðruvísi klæðnaði og eru allir hvattir til að mæta í einhverju frumlegu!

Eins og fyrri ár verður dúndrandi tónlist og mun plötusnúður vera staðsettur í miðri brekku og er gos og snakk í boði fyrir alla.

Herlegheitin byrja kl 12:00 og stendur fjörið til kl 17:00 Miðaverð er 2.500 kr en árskort frá í vetur gilda ekki sem aðgöngumiði.

Comments are closed.