SNJÓBRETTADROTTNINGIN RAGNHEIÐUR EIK SCHEVING LENTI Í ÞRIÐJA SÆTI Í KEPPNI Í SVÍÞJÓÐ

0

ragga 2

Ragneiður Eik Scheving er ung og efnileg snjóbrettastelpa frá Íslandi en hún hefur verið að gera það ansi gott á brettinu að undanförnu. Ragnheiður hefur stundað snjóbretti frá árinu 2011 en árið 2013 byrjaði hún að gera trikk á railum (handriðum) og pöllum.
Ragnheiður lenti í þriðja sæti í keppni í Svíþjóð sem nefnist Umeå City Lights sem fram fór 15 – 16 Nóvember. Þetta er virkilega flottur árangur en margir af helstu snjóbrettaköppum Svíþjóðar og víðar voru mætt til leiks.
Umeå City Lights er keppni sem haldin er í miðbæ Umeå og stemmingin er virkilega rafmögnuð og skemmtileg.

city 4
Albumm náði tali af Ragnheiði, en þá var keppnin nýafstaðin.
Til hamingju með árangurinn Ragnheiður!

city 2

Hvaða keppni var þetta og hvernig kom til að þú tókst þátt?

Þetta er railjam sem heitir umeå city lights, ég þekki fólk sem var að fara að keppa og þar sem ég er stödd í Svíþjóð ákvað ég að fara til þeirra og taka líka þátt.

Hvernig tilfinning var það að lenda í þriðja sæti og kom það þér á óvart?

Það var hrikalega góð tilfinning og já það kom mér á óvart því ég fór fyrst og fremst bara í þessa keppni til að vera með og hafa gaman, átti sko ekki von á að lenda í topp þremur.

city 1

Þetta var Railjam, hvaða trikk varstu að gera?

Já, þau voru með pvc, tank og rail. Helstu trikkin sem eg gerði var 50/50 360 out og back board a tankinum. Front side lipslide, blunt, 50/50 180 out og back side boardslide a railinu.

Á að taka þátt í fleiri keppnum í vetur og finnst þér gaman að keppa?

Já ég vona að ég nái að taka þátt í fleiri keppnum í vetur! Það er mjög gaman að keppa, maður kynnist helling af fólki og ákveðin stemning í þessu.

city 3

Hvað er að gerast í nánustu framtíð hjá þér?

Þar sem ég er stödd í Svíþjóð og verð eitthvað áfram þá er ég nú með það á planinu að reyna að komast í snjóbrettaskóla hér í Svíþjóð, hef sótt um að komast í hann tvisvar en komst ekki inn þar sem ég talaði ekki sænskuna og þá bara græjaði ég vinnu hér í Svíþjóð til að ná tökum á henni og auka líkurnar á inngöngu.

Comments are closed.