SKYRGÁMUR OG KJÖTKRÓKUR SENDA FRÁ SÉR „NÝJU JÓLASVEINALÖGIN“

0

jola

Jólasveinarnir hafa verið til í um þrjú hundruð fjörutíu og sex ár ef við erum að telja rétt. Upphaflega bjuggu jólavseinarnir í stórum helli á Ströndum á Vestfjörðum en nú hafa þeir fært sig yfir í Esjuna. Fyrir um 25 árum byrjuðu Skyrgámur og Kjötkrókur að mæta á jólaböll til að skemmta bæði börnum og fullorðnum og hafa gert á hverju ári síðan þá.
Á Íslandi hafa því alist upp kynslóðir af börnum sem þekkja gömlu skyrfötuna hans Skyrgáms og hangiketið og krókinn hans Kjötkróks. Síðustu sex árin hafa Askasleikir og Bjúgnakrækir einnig slegist í hópinn, ætíð með troðfullan ask af góðgæti og girnilega bjúgu hangandi í beltinu.

Í gegnum árin höfum við samið mikið af nýjum og skemmtilegum jólasveinalögum til þess að spila á jólaböllum við miklar vinsældir.

„Okkur þykir rosalega vænt um öll gömlu jólalögin en okkur finnst líka rosalega gaman að geta glatt bæði börn og fullorðna með því að spila ný og spennandi jólasveinalög sem þau hafa aldrei heyrt áður.“ – Kjötkrókur

„Okkur hefur lengi dreymt um að safna þessum lögum saman og gefa þau út á plötu. Við töldum þó alltaf að það væri bara skemmtileg hugmynd sem ætti líklega aldrei eftir að verða að veruleika. En eftir frábæra hvatningu frá vinum og vandamönnum sem og gestum okkar á jólaböllum ákváðum við loks að láta slag standa. Og nú er draumur okkar um að gefa út plötu með öllum nýju jólalögunum okkar búinn að rætast!“ – Torfi Guðbrandsson

Góðir vinir og aðstoðarmenn jólasveinanna til 25 ára eru bræðurnir og Strandamennirnir Ragnar Torfason og Guðbrandur Torfason. Synir þeirra hafa einnig kynnst jólasveinunum mjög vel síðustu sex árin en það eru þeir Pálmar Ragnarsson og Torfi Guðbrandsson.

Fríir útgáfutónleikar verða næstkomandi sunnudag í Gullhömrum kl 14:00

 

Comments are closed.