SKÝJUM OFAR SNÝR AFTUR UM HÁTÍÐARNAR

0

10850130_399877790178380_435142892986644199_n

Fyrsta og eina jólaball Skýjum ofar fer fram annan í jólum. Sameinast Breakbeat.is fyrir endurkomu ársins í íslensku skemmtanalifi


Skýjum ofar snýr aftur og stendur fyrir samkomu um hátíðarnar í samvinnu við Breakbeat.is. Hér er á ferðinni fyrsta og eina jólaballið sem Skýjum of hefur staðið fyrir. Nokkrir af helstu plötusnúðum íslensku þjóðarinnar, sem hafa komið víða við á ferli sínum síðustu 25 ár, koma saman til að spila á ballinu sem fram fer á Glaumbar.

 

Skýjum ofar breyddi út tóna nútímans hérlendis á árunum 1996-2001, bæði með vikulegum útvarspþáttum á X-inu og síðar Rás 2, sem og reglulegum samkomum sem fóru fram á börum og skemmtistöðum á borð við Veitingahúsinu 22, Rósenberg, Bíóbarnum, Tetriz og Astró. Skýjum ofar hélt jafnframt skemmtanir í tengslum við hátíðir á borð við Iceland Airwaves og Jazzhátíð í Reykjavík. Fjöldi erlendra listamanna sótti Ísland heim á vegum Skýjum ofar auk þess sem fjölmargir innlendir plötusnúðar spiluðu í þættinum og skemmtunum honum tengdum.

 

Jólaballið er haldið í samvinnu við Breakbeat.is sem varð til um aldamótin fyrir tilstuðlan Skýjum ofar og plöstunúðum tengdir þættinum. Breakbeat.is hélt úti vefsíðu og netútvarspsstöð í 14 ár, eða allt fram til vorsins 2013. Breakbeat.is stóð jafnframt fyrir fjölda skemmtikvölda á þessum árum á ýmsum skemmtistöðum í borginni, t.a.m. Fógetanum, Sportkaffi og NASA. Goldie, Pendulum, John B og fleiri komu hingað til lands á vegum Breakbeat.is. Lokasamkoma Breakbeat.is fór fram í apríl 2013 og hér er því á ferð fyrsta skemmtun apparatsins í um tvö ár.

 

Fram koma;

  • Agzilla – Metalheadz / B-hliðin / Ringulreið / Elf-19
  • Frímann – PartyZone / 303 / Hugarástand / Vítamín
  • Reynir – Skýjum ofar / Breakbeat.is / Tækni
  • Bjössi “Brunahani” – PartyZone / Breakbeat.is / 303 / Rými / Elements
  • Leópold – Breakbeat.is
  • Ewok – Breakbeat.is / Plútó
  • Kristinn – Skýjum ofar / Breakbeat.is
  • Hugh Jazz – Thule Records
  • Eldar – annar tveggja umsjónarmanna Skýjum ofar
  • Addi – annar tveggja umsjónarmanna Skýjum ofar

 

Skýjum ofar hefur aðeins átt eina endurkomu frá því þátturinn hvarf úr loftinu árið 2001, eftir farsæl 5 ár á X-inu 97.7 og síðar Rás 2 (1996-2001). Það var þegar 15 ára afmæli þáttarins var fagnað árið 2011 á Barabara, sem áður var Veitingahúsið 22 þar sem Skýjum ofar kvöldin hófu göngu sína. Þá komust færri að en vildu og röðin náði frá Laugavegi 22 niður á Bankastræti.

 

Jólaball Skýjum ofar og Breakbeat.is fer fram á Glaumbar (Tryggvagata 20, 101 Reykjavík), 26. desember.

 

Samkoman hefst stundvíslega klukkan 23:00.

Aðgangseyrir er 1.000 krónur.

Forsala fer fram á Tix.is, miðar keyptir í forsölu veita forgang á aðgangi.

Hafsjór myndefnis frá gullaldarárum Skýjum ofar má finna hér

Comments are closed.