SKYGGNST INN Í LÍF UNGS PARS Á SUNNUDEGI

0

Bjarni Freyr sem gefur út tónlist undir nafninu GlowRVK var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „Angel.” Bjarni segir lagið vera innblásið af tónlistarsenunni Futurebass og er þetta forsmekkurinn af því.

„Textan í laginu er hægt að túlka á nokkra mismunandi vegu en ein af mínum túlkunum er að þetta fjallar um manneskju sem er kletturin í lífinu þínu eða hefur verið þér til halds og trausts einhvern tíman á lífsleiðini , manneskjan sem fær þig til að líða vel og tekur burt áhyggjur og fær þig til að gleyma tíma og stund.“ – Bjarni Freyr

Texti lagsins er eftir faðir Bjarna en feðgarnir hafa unnið talsvert saman í tónlistinni og munu þeir klárlega halda því áfram að sögn Bjarna.

„Með myndbandinu langaði mig að sýna þetta í túlkun ungs pars sem er að eyða saman sunnudegi , skyggnast inn í líf þeirra, sjá hvernig þau taka lífinu ekki of alvarlega og njóta litlu augnablikana.“ – Bjarni Freyr

Myndbandið er framleitt af Eventa films en það er Embla Örk Hölludóttir sem fer með aðalhlutverkið. Hér er á ferðinni hresst og skemmtilegt lag sem fær mann til að brosa og njóta lífsins!

Skrifaðu ummæli