SKURKEN SENDIR FRÁ SÉR BREIÐSKÍFUNA NÓNFJALL

0

Nónfjall

Þann 1. september næstkomandi mun Raftónar gefa út breiðskífuna „Nónfjall“ með raftónlistarmanninum Skurken. Um er að ræða fjórðu breiðskífu hans. Breiðskífan, sem er væntanleg í allar betri búðir, er myndræn, dýnamísk og stemningsfull – og haldbær sönnun þess að hið hreinræktaða heiladansform lifir enn góðu lífi.

Jóhann Ómarsson (Skurken) er fæddur í Reykjavík árið 1977. Hann hefur lengi vel verið einn virtasti raftónlistarmaður landsins og eftir hann liggja þó nokkrar útgáfur. Síðasta breiðskífan hans „Gilsbakki„, sem kom út á vegum Möller Records árið 2011, fékk rífandi dóma hjá gagnrýnendum. Hann er einnig einn af stofnendum Möller Records, sem hafa staðið að útgáfu á íslenskri raftónlist í hartnær fjögur ár.

Útgáfan verður fáanleg á geisladisk, sem og stafrænt.

Forpöntun:


Forhlustun á Soundcloud: 


Straumur eftir Skurken á Soundcloud:

 

 

 

 

 

 

 

Comments are closed.