SKURK SAFNAR FYRIR NÝRRI PLÖTU Á KAROLINA FUND

0

skurk 2

Hljómsveitina Skurk þarf varla að kynna fyrir þungarokksáhugamönnum en sveitin er um þessar mundir með ansi veglega söfnun á Karolina Fund. Safnað er fyrir glænýrri plötu en umfangið hefur aukist dag frá degi og það sem átti að vera einfaldur tíu laga diskur með glænýjum lögum er orðið að verkefni þar sem að hátt í þrjátíu tónlistamenn og konur taka þátt í tveim stúdíóum.

Eftir að Skurk hætti héldu meðlimirnir sig saman í öðrum böndum um nokkurt skeið, en um aldamótin slitnaði samstarfið alveg og strákarnir fóru að einbeita sér að verkefnum á öðrum sviðum. Eitthvað var um tónlist í lífi þeirra flestra, en mismikið þó.

skurk

Árið 2011 komu rokkgyðjurnar saman og uppgötvuðu að það vantaði allt Skurk í þjóðfélagið og atburðarás var sett af stað. Þrír meðlimir Skurk hittust og fóru að gæla við hugmyndina að telja í einhversstaðar til að sjá hve mikið rokk væri eftir í þeim. Eins og hendi væri veifað var búið að bóka tónleika með Skálmöld og svo voru nokkur gigg tekin í kjölfarið. Ári síðar var farið í stúdíó og þröngskífan Final Gift tekin upp og gefin út í júní 2014. Final Gift inniheldur fimm bestu lögin frá síðustu öld auk eins nýs lags. Diskurinn fékk ágætar móttökur en meðlimir sveitarinnar vildu meira og strax í kjölfarið á útgáfu Final Gift var ákveðið að bandið myndi fara aftur í skotgrafirnar og semja heila plötu. Markmiðið var að búa til bestu þungarokksplötu Íslands.

skurk 3

Verkefni en langt á veg komið og aðeins eitt lag er eftir meðan sveitin hefur verið að vinna með tónlistaskólanum á Akureyri við útsetningu strengja. Einnig hefur sveitin fengið til liðs við sig gestaspilara og söngvara til að krydda þetta enn meira. Áætlað er að upptökur klárist í febrúar.

Endilega skellið ykkur á Karolina Fund og styrkið alvöru rokk!

Comments are closed.