SKUGGI RÍS Á SKÓLAVÖRÐUSTÍG

0

Ljósmyndir: Xdeathrow.

Skuggi er ný verslun í hjarta borgarinnar, nánar tiltekið á Skólavörðustíg 22. Skuggi er hjólabretta og fataverslun en slík verslun hefur ekki verið í miðbænum síðan á tíunda áratugnum þegar goðsagnakennda verslunin Týndi Hlekkurinn hætti starfsemi sinni. Áhersla er lögð á fagmannlega þjónustu tengda hjólabrettum og fatnaði og að sögn eigenda verslunarinnar er kominn tími á að þjóna þessum hópi sem fer ört stækkandi!

Skuggi er staðsett á Skólavörðutíg 22 101 Reykjavík.

Mikið af flottum hjólabretta og fatamerkjum fást í Skugga en mikið af þeim hafa ekki fengist hér á landi áður. Dime, Quasi, Xlarge, Nike Sb, Krooked, Real og Spitfire er bara brot af því sem Skuggi er með á sínum snærum og mun fleiri merki eru á leiðinni!

„Dime er fatamerki tengt hjólabrettum og kemur frá Kanada. Þetta merki er að springa út og er að verða eitt það flottasta og vinsælasta á markaðnum. Við erum að taka inn fullt af flottum merkjum á næstunni þannig fylgist vel með.“ – Ólafur Ingi Stefánsson einn af eigendum Skugga.

Mikið er um að vera hjá versluninni Skugga og allskonar verkefni í burðarliðnum. T.d er fyrirhugað að halda ýmiskonar viðburði, uppákomur og húllum hæ! Næstkomandi laugardag 16. Desember stendur Skuggi fyrir heljarinnar gleði í versluninni sinni frá kl 16:00 – 22:00! Dj Yamaho og Dj Karítas sjá um tónlistina, veglegar veigar verða í boði og 20 % afsláttur af öllum vörum!

Facebook viðburðinn má sjá hér.

Instagram

Skrifaðu ummæli